Réðust á menn með golfkylfum

Lögreglan.
Lögreglan.

Maður liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir átök sex manna í Breiðholtinu í nótt. Talið var að maðurinn væri hálsbrotinn, en nú er ljóst að svo er ekki. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um átökin rúmlega þrjú í nótt. Flest bendir til að fjórir menn hafi lagt til atlögu við tvo menn sem þeir áttu óuppgerðar sakir við og var golfkylfum og sleggjum beitt í átökunum. Þrír voru handteknir og komst einn undan á flótta.

Lögreglan telur að setið hafi verið fyrir mönnunum tveimur og að hér hafi verið á ferðinni átök á milli tveggja hópa.

Mennirnir sem komu við sögu voru allir Íslendingar. 

Þá tók lögreglan tvo ökumenn grunaða um ölvun við akstur og þann þriðja undir áhrifum fíkniefna í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert