Halldór Laxness ófáanlegur?

Halldór Kiljan Laxness
Halldór Kiljan Laxness mbl.is

Útlit er fyrir að sum af helstu ritum Halldórs Laxness verði ekki tiltæk fyrir íslenskunám er skólar hefjast í byrjun árs. Í febrúar sl. setti Samkeppniseftirlitið ýmis skilyrði vegna væntanlegs samruna JPV bókaútgáfu og Máls og menningar – Heimskringlu og Vegamóta sem fólu meðal annars í sér að Forlagið, sem er hið sameinaða fyrirtæki, myndi selja frá sér lager og útgáfugögn vegna verka Halldórs Laxness og að því væri óheimilt að endurnýja samning um útgáfuna við erfingja nóbelsskáldsins. Enginn hefur þó gert tilboð í útgáfugögnin og þar sem útgáfusamningurinn rann út í sumar annast ekkert fyrirtæki útgáfu á verkum Halldórs sem stendur.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins seljast til skólanemenda í upphafi hvers skólaárs um 2-3.000 eintök af nokkrum verkum Halldórs Laxness, helst af Íslandsklukkunni en einnig Sjálfstæðu fólki, Kristnihaldi undir Jökli, Atómstöðinni og fleiri bókum. Fyrir liggur að erfitt getur reynst að uppfylla óskir um eintök til skólanna af sumum bókanna nú í byrjun janúar og að í haust verði margar bókanna ófáanlegar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert