Efast um að Davíð eigi við sig

Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs Group
Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs Group mbl.is/Kristinn

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, segir í yfirlýsingu sem birt er á vef norska ríkissjónvarpsins að hann efist um að Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, hafi átt við sig er hann talar um að einn einstaklingur hafi fengið að láni eitt þúsund milljarða hjá viðskiptabönkunum þremur.

Segir Jón Ásgeir að svo líti út að upplýsingar þáttagerðarmanna byggi á ummælum Davíðs frá því í liðinni viku á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs Íslands. Yfirlýsing Jóns Ásgeirs kemur til vegna fyrirhugaðar umfjöllunar norska sjónvarpsins um hann í kvöld. 

„Í tilefni af þættinum Hafsjór af skuldum sem fjallar meðal annars fjarhag minn vil ég taka fram: Blaðamaður kom til Íslands frá Noregi og fór einnig til Miami í hinu sólríka ríki Flórída til að leita upplýsinga. Svo virðist sem rekja megi áhuga viðkomandi til Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, þar sem hann fullyrti að íslensku bankarnir hefðu lánað einum manni þúsund milljarða íslenskra króna. Hann nefndi þó ekki við hvern hann ætti.

Íslendingar þekkja þó almennt vel hugsanagang seðlabankastjórans og gengu því útfrá því að hann ætti við mig. Svo virðist sem NRK hafi gleypt þessi ummæli hans hrá. Ég efast þó um að ég sé sá sem hann átti við. Þau fyrirtæki sem ég og fjölskylda mín eigum í, ásamt hundruðum annarra hluthafa, það er að segja Baugur, Stoðir og Landic Property, eru þrjú af stærstu fyrirtækjunum á Íslandi og þau skulda, samkvæmt yfirliti endurskoðanda fyrir árið 2008, 900 milljarða íslenskra króna alls.

Þar af er skuld þeirra á Íslandi alls 430 milljarðar króna, en það er hvort tveggja óheiðarlegt og rangt að einblína á skuldastöðuna.

Á bak við skuldirnar eru tryggingar í öruggum hlutabréfum sem NRK kaus að þegja um þótt á þau hafi verið bent við undirbúning þáttarins.

Samkvæmt endurskoðun um mitt þetta ár voru hlutabréfin í þremur stærstu fyrirtækjunum metin á 1.200 milljarða íslenskra króna og eigið fé hluthafanna 300 milljarðar króna. Þetta hlutafé getur átt verulegan þátt í því að treysta fjárhagslegan grundvöll íslensku bankanna og þar með íslensks efnahagslífs í náinni framtíð.

En hvers vegna leggur fulltrúi NRK á sig að fara alla leið í sólina til Miami? Jú, svo virðist sem ein helsta heimild NRK sé maður að nafni Jón Gerald Sullenberger, áður kunningi minn og viðskiptafélagi sem hefur sagt NRK söguna um íslensku fyrirtækin og gefið sig út fyrir að vera sjálfstæður sérfræðingur í því efni.

Sullenberger hefur hins vegar sýnt mér og fjölskyldu minni fjandskap, bæði persónulega og í viðskiptum. Svo virðist sem Sullenberger deili þráhyggju sinni varðandi mig með Davíð Oddssyni, því að það er engu líkara en að þeir haldi því fram að ég hafi upp á eigin spýtur kollvarpað efnahagslífinu á Íslandi.

Það veldur vonbrigðum að NRK skuli hafa ákveðið að treysta þessum mönnum í örvæntingarfullum tilraunum þeirra til að finna einhvern sem þeir geti kennt um eigin mistök. Ég reyndi að vinna með NRK við vinnslu þáttarins. Það var þó alveg ljóst að blaðamaður NRK var búinn að skrifa söguna fyrirfram og átti ekki annað erindi en að fá hjá mér upplýsingar til að staðfesta hana. Slíkar vinnuaðferðir eru ekki í samræmi við það orð sem farið hefur af NRK og ég hef vissulega margt mikilvægara að gera en að leiðrétta alla þá vitleysu sem fram kemur í þættinum,“ að því er segir í yfirlýsingu Jóns Ásgeirs.

Davíð Oddsson.
Davíð Oddsson. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Innlent »

Viðtalið ekki á fölskum forsendum

21:26 Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, segir að ljóst sé að viðtal sem tekið var við Elínu Björg Ragnarsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka fiskiframleiðenda og útflytjenda og birt í fréttaskýringarþættinum Kastljósi árið 2012 hafi ekki verið tekið á fölskum forsendum. Meira »

Línumaður Þjóðverja tók yfir Twitter

21:10 Ísland hóf leik í millriðli 1 á heims­meist­ara­móti karla í hand­bolta þegar þeir mættu heima­mönn­um í Þýskalandi í Lanx­ess Ar­ena í Köln í kvöld. Líkt og í fyrri leikjum liðsins á mótinu fóru íslenskir Twitter-notendur mikinn og hér má sjá brot af því besta sem gekk á á meðan leiknum stóð. Meira »

Tveir með annan vinning

19:51 Tveir lottóspilarar fengu annan vinning í útdrætti Lottó í kvöld og hlutu þeir 166 þúsund krónur hvor. Voru miðarnir seldir á N1 Stórahjalla og í áskrift. Meira »

Ætla í aðgerðir gegn ágengum plöntum

19:24 Á næstunni verða mótaðar tillögur að aðgerðum gegn ágengum plöntum hjá Akureyrarbæ, en ástæða þess er að bregðast við útbreiðslu lúpínu og kerfils í Krossanesborgum og Hrísey. Krossnesborgir er fólkvangur og útivistarsvæði rétt norðan við Akureyri. Meira »

Mynduðu hjarta og minntust Ada­mowicz

18:39 Tugir manna komu saman við Reykjavíkurtjörn í dag til að minnast Pawel Ada­mowicz, borgarstjóra Gdansk í Póllandi, sem lést á mánudag, eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu­árás á góðgerðarviðburði kvöldið áður en hann var stung­inn í viðurvist hundraða vitna er hann flutti ávarp á sam­kom­unni. Meira »

Himinlifandi skýjum ofar eftir árangurinn

18:25 Rögnvaldur Ólafsson glímukappi fór glaður frá München í Þýskalandi í gær eftir að hafa séð íslenska handboltalandsliðið tryggja sér sæti í 12 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Meira »

Munu baunir bjarga mannkyni?

18:15 Hafragrautur í morgunmat, hrísgrjón í hádeginu og baunir í kvöldmat. Kjöt á nokkurra vikna fresti til hátíðabrigða. Einhvern veginn svona gæti matseðill þorra mannkyns litið út árið 2050, gangi ráðleggingar 37 sérfræðinga frá 16 löndum á sviði heilsu- og umhverfisverndar eftir. Meira »

Lét greipar sópa í fríhöfninni

17:51 Erlendur karlmaður var stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðastliðinn sunnudag vegna gruns um að hann hefði látið greipar sópa í fríhöfninni. Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn, sem átti bókað flug til London, og flutti hann á lögreglustöð. Meira »

Grafalvarlegt mál ef um „fréttafölsun“ er að ræða

17:37 „Það er engin spurning að þetta er grafalvarlegt mál eins og Elín Björg lýsir málavöxtum,“ segir Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri. Meira »

Kröfugerð SGS nú hluti af stefnu flokksins

16:50 Í dag var samþykkt á félagsfundi Sósíalistaflokks Íslands að fella kröfugerð Starfsgreinasambandsins gagnvart stjórnvöldum inn í málefnastefnu flokksins. Vísað er til þess að kröfugerð SGS hafi verið samþykkt af félögum sem hafi tæplega 60 þúsund félagsmenn. Meira »

Jensína orðin elst allra

16:20 Jensína Andrésdóttir náði þeim áfanga í dag að verða elst allra Íslendinga sem hafa búið hér á landi. Jensína, sem býr á Hrafnistu í Reykjavík, er 109 ára og 70 daga í dag og er vakin athygli á þessum tímamótum á Facebook-síðunni Langlífi. Meira »

17 er fyrir ömmu og afa

14:59 Númerið sem bræðurnir Arnór Þór og Aron Einar Gunnarssynir bera á bakinu með landsliðum Íslands í handbolta og fótbolta, 17, vísar í heimili ömmu þeirra og afa heitinna á Ísafirði en þau bjuggu í Fjarðarstræti 17. Meira »

Loksins snjór

14:22 Jólasnjórinn kom seint þennan veturinn í Reykjavík en í dag snjóaði hressilega á öllu Suðvesturlandinu mörgum til ánægju. Lögreglan biður fólk um að fara varlega í umferðinni enda hálka og krapi víða. Meira »

Kennarar bera kerfið uppi

13:27 Menntamálaráðherra segir stjórnvöld hafi áhyggjur af aukinni depurð ungmenna, ekki síst ungra stúlkna, en heilsa og lífskjör nema voru rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Við verðum að hlúa vel að menntakerfinu og sérstaklega kennurum það eru þeir sem bera það uppi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Meira »

Gekk til liðs við erfiðan andstæðing

12:07 Ingólfur Hannesson er að flytja aftur til Íslands eftir langa búsetu í Sviss, þrátt fyrir að hafa verið ráðinn til starfa hjá alþjóðlega fjölmiðla- og markaðssetningarfyrirtækinu Infront sem er með höfuðstöðvar sínar í landinu. Meira »

Hálka og snjókoma

12:02 Hálka er á Reykjanesbraut og mjög mikil snjókoma er á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla biður fólk um að fara varlega en snjókoma og éljagangur er á öllu Suðvesturlandi. Meira »

Sólveig bæjarlistamaður Seltjarnarness

10:43 Sólveig Pálsdóttir var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnaness 2019 við hátíðlega athöfn á bókasafni Seltjarnarness í gær. Þetta er í 23. sinn sem bæjarlistamaður Seltjarnarness er útnefndur en í fyrsta sinn sem rithöfundur hlýtur þennan heiður. Meira »

Mikið traust nemenda til kennara

09:50 Um 90% nemenda líður vel og flestir bera mikið traust til kennara, samkvæmt rannsókn um líðan grunnskólanema. Menntamálaráðherra segir ánægjulegt að sjá hve mikið traust nemendur beri til kennara sinna. Meira »

Ég er aftur lifandi!

09:30 Hjördís Árnadóttir vaknaði slöpp að morgni 17. júní 2011 og um kvöldið var henni vart hugað líf. Meinið var svæsin sýklasótt út frá sýkingu í eggjastokk sem þurfti að fjarlægja. Leiðin til heilsu var löng og ströng og 2 mánuðum eftir áfallið þurfti að fjarlægja báða fætur neðan við miðjan sköflung. Meira »