Neitað um viðskipti í Danmörku

mbl.is/Ómar

Jón Auðunn Bogason, háskólanemi í Danmörku, lenti í óskemmtilegri reynslu ásamt móður sinni á dögunum þegar þau voru í versluninni Fona í Lyngby að kaupa nettengingu. Þegar hann var beðinn um að sýna skilríki, og dró þá fram íslenskt ökuskírteini, var honum synjað um afgreiðslu. „Ég tel að hér hafi verið um mismunun að ræða þar sem ég er Íslendingur. Sölumaðurinn upplýsti mig um að ef ég kæmi frá Svíþjóð eða Noregi þá gæti ég verslað við þá þrátt fyrir að vera hvorki með danskan passa né danskt ökuskírteini.“

Jón Auðunn ákvað að nýta sér tilboð sem sölumaður kynnti fyrir honum með 3G-internetþjónustu frá danska fyrirtækinu 3.

„Ég skellti mér á tilboðið og næsta skref var að ganga frá greiðslu. Sölumaðurinn vildi fá að sjá skilríki með mynd og bað annaðhvort um vegabréf eða ökuskírteini. Ég var ekki með vegabréf með mér en sýndi honum íslenska ökuskírteinið mitt. Þegar hann rak augun í að ökuskírteinið væri íslenskt sagðist hann muna að það væri eitthvað í sambandi við íslensk ökuskírteini og því þyrfti hann að hafa samband við þjónustuborð hjá fyrirtæki sínu. Hann hringdi og fékk upplýst hjá öðrum starfsmanni að hann mætti ekki selja mér þessa þjónustu án þess að ég myndi sýna honum danskan passa eða danskt ökuskírteini,“ segir Jón Auðunn.

Þau sættu sig ekki við þessi svör og báðu sölumanninn að hafa aftur samband við þjónustuborð sitt, þar sem um misskilning hlyti að vera að ræða. Eftir það símtal vildi sölumaðurinn fá að sjá landvistarleyfi frá Jóni þar sem hann gat ekki sýnt danskt vegabréf. Engu skipti þótt hann væri með danskt sjúkrasamlagsskírteini, sem ekki fæst nema að vera með lögheimili í Danmörku, danskt skólaskírteini og dönsk greiðslukort.

„Móðir mín benti honum á að við þyrftum ekki landvistarleyfi þar sem við komum frá Norðurlöndum og bað hann því um að hringja aftur. Sölumaðurinn hringdi í þriðja sinn en starfsmaður þjónustuborðsins sagðist meira að segja ekki nenna að eyða tíma sínum í að útskýra þetta fyrir okkur. Þegar hér var komið var okkur nóg boðið og báðum við um að fá að tala við yfirmann sölumannsins. Það skal tekið fram að hann reyndi eftir fremsta megni að ná í hann en án árangurs. Sölumaðurinn tók niður símanúmerið mitt en ég hef ekkert heyrt frá þeim eftir þetta,“ segir Jón Auðunn, sem hefur verið í háskólanámi í Danmörku síðan í ágúst. Áður var hann búsettur í rúm tíu ár í Danmörku ásamt fjölskyldu sinni.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Brýnt að greina stöðu barna

09:20 Umboðsmaður barna telur brýnt að efla stefnumótun á mörgum sviðum sem tengjast börnum. Grunnur að því sé greining á stöðu barna í íslensku samfélagi. Þetta kom fram í samræðum umboðsmanns, Salvarar Nordal, og forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, í gær. Meira »

Ályktað um aðflug

09:12 Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum að taka undir bókun Ferðamálafélags Eyjafjarðar um að tryggja þurfi öruggt aðflug að Akureyrarflugvelli. Meira »

Varað við tjörublæðingum

07:04 Vegagerðin varar við tjörublæðingum á veginum milli Jökulsárlóns og Hafnar í Hornafirði.   Meira »

Bara leiðindaveður í kortunum

05:54 Í spákortum Veðurstofu Íslands fyrir næstu viku sést bara leiðindaveður og bætir veðurfræðingur við „og ekki orð um það meir,“ í hugleiðingum sínum á vef Veðurstofunnar í morgun. Veðrið er aftur á móti ágætt í dag og á morgun. Meira »

Aron Leví endurkjörinn formaður

05:43 Aron Leví Beck var endurkjörinn formaður Hallveigar, félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, í gærkvöldi.  Meira »

Aðstoðuðu fiskflutningabíl í vanda

05:40 Björgunarfélag Ísafjarðar var kallað út í gærkvöldi til þess að aðstoða við að tæma fulllestaðan flutningabíl sem hafði lent utan vegar. Um fiskflutningabíl var að ræða. Meira »

Umferðin gæti tafið sjúkraflutningana

05:30 Gangi áform um stóraukna notkun almenningssamgangna við nýja Landspítalann ekki upp gæti það torveldað sjúkraflutninga.  Meira »

Íslendingur í haldi í Malaga

05:33 Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni sem einnig er íslensk. Meira »

Stökkbreytt gen eykur hættu á sortuæxli

05:30 Sortuæxli er það krabbamein sem hefur hvað mesta ættgengistilhneigingu að sögn Hildar Bjargar Helgadóttur krabbameinslæknis. Stökkbreyting í geninu CDKN2A getur legið í ættum og þeir einstaklingar sem eru með hana eru í meiri hættu á að fá sortuæxli. Meira »

VG heldur forval við val á lista í borginni

05:30 Vinstri-græn í Reykjavík ákváðu á félagsfundi í gærkvöldi að halda rafrænt forval við val á lista flokksins í borginni fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Meira »

Óska eftir úttekt á starfinu í Krýsuvík

05:30 Stjórn Krýsuvíkursamtakanna hefur óskað eftir að embætti landlæknis geri úttekt á starfsemi Meðferðarheimilisins í Krýsuvík.  Meira »

Kalt um allt land á morgun

Í gær, 22:32 Kalt verður á öllu landinu á morgun en spár gera ráð fyrir allt að tólf gráðu frosti. Áttin verður norðlæg eða breytileg, 8-15 metrar á sekúndu og víða léttskýjað. Meira »

Gjafagjörningur dæmdur ólöglegur

Í gær, 22:03 Sala hjóna á fasteign í Garðabæ árið 2011 sem var í sameiginlegri eigu þeirra og kaup samdægurs á annarri eign sem var alfarið í eigu konunnar var samkvæmt héraðsdómi gjafagjörningur í þeim tilgangi að koma eignum undan banka sem hafði lánað manninum rúmlega 80 milljónir til að byggja fyrra húsið. Meira »

Laus úr varðhaldi en er í farbanni

Í gær, 21:24 Karlmaður, sem úrskurðaður hafði verið í gæsluvarðhald til til 9. fe­brú­ar á grund­velli al­manna­hags­muna í tengslum við skipulagða brotastarfsemi, er laus úr varðhaldi. Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms en maðurinn var þess í stað úrskurðaður í farbann. Meira »

Undirbúa opnun neyslurýma

Í gær, 19:58 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Neyslurými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Meira »

„Þetta birtist ekki allt í einu einn daginn“

Í gær, 21:26 Borgarlínan er langtímaverkefni og enn á undirbúningsstigi segir Hrafn­kell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem kynnti verkefnið og forsendur þess á fundi á vegum Hafnarfjarðarbæjar í dag. Meira »

Minnisvarði kom til bjargar í hálkunni

Í gær, 20:41 Ökumaður bifreiðar missti stjórn á bifreið sinni í hálku á veginum við Neðri-Staf á leiðinni til Seyðisfjarðar í gær með þeim afleiðingum að bifreiðin endaði á minnisvarða sem stendur í beygjunni við veginn. Meira »

Nauðgað af íþróttamanni og fékk samfélagið á móti sér

Í gær, 19:27 „Af því að hann var svo flottur og mikil fyrirmynd í sinni íþrótt og landsliðsmaður, þá var þetta allt mér að kenna,“ segir Embla Kristínardóttir, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur í körfuknattleik, en hún hefur stigið fram og sagt frá því þegar fullorðinn frjálsíþróttamaður nauðgaði henni. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Ertu með krabbamein á byrjunarstigi?
Eftir hægðir setur þú eitt Ez Detect prófblað í salernið. Ef ósýnilegt blóð e...
Honda Cr-v 2005
Bensín, topplúga, ekinn 226 þkm, bsk, 4x4 Einn eigandi S:845-7897 ...
3 sófaborð til sölu
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
 
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...