Óánægð með ræðu á heimasíðu

Frá útifundi á Austurvelli.
Frá útifundi á Austurvelli. mbl.is/Kristinn

Hópur nemenda við Háskólann í Reykjavík hefur stofnað síðu á samskiptasíðunni Facebook þar sem skorað er á Háskólann í Reykjavík að fjarlægja ræðu Katrínar Oddsdóttur af heimasíðu skólans. Ræðuna flutti Katrín á útifundi á Austurvelli á laugardag en hún stundar lögfræðinám við HR.

Nemendurnir segja, að lagarök í ræðu Katrínar eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum og séu langt frá því að vera í nokkru samræmi við það sem kennt sé  við skólann. Þar komist hún m.a. að þeirri niðurstöðu að valdarán sé ekki brot á lögum. 

Síðan á Facebook

Umfjöllun um ræðuna á síðu HR

mbl.is

Bloggað um fréttina