Davíð frestar komu sinni

Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans.
Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans. Sverrir Vilhelmsson

Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, mætir ekki á fund viðskiptanefndar Alþingis í dag, eins og talað hafði verið um. Forfallaðist hann að þessu sinni. Tilefni fundarins átti meðal annars að vera ummæli seðlabankastjórans á fundi Viðskiptaráðs, þess efnis að hann byggi yfir upplýsingum um ástæður þess að bresk yfirvöld beittu hryðjuverkalögum gegn Landsbankanum þar í landi, frystu eignir hans og knésettu að margra áliti Kaupþing í leiðinni.

Ummælin hafa bakað Davíð nokkrar óvinsældir.

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður og formaður viðskiptanefndar, segir að búist sé við því að Davíð mæti á fund nefndarinnar fimmtudaginn 4. desember næstkomandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: