Hátt hlutfall ungs fólks á atvinnuleysisskrá

Byggingaframkvæmdir í Norðlingaholti
Byggingaframkvæmdir í Norðlingaholti mbl.is/Júlíus

Atvinnuleysið eykst með ógnarhraða dag frá degi. Í gær voru 6.736 skráðir atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun og hafði þeim fjölgað um 295 frá deginum áður. Allt stefnir í að í lok mánaðarins verði 4% vinnufærra manna á Íslandi án atvinnu. Samkvæmt upplýsingum Karls Sigurðssonar forstöðumanns vinnumálasviðs Vinnumálastofnunar kemur ungt fólk inn á atvinnuleysisskrá í mun meira mæli hlutfallslega en það eldra. Þetta gildir bæði um karla og konur.

Mjög margir launþegar, sem fengið hafa uppsagnarbréf, eru á uppsagnarfresti og fá því ennþá laun greidd frá vinnuveitanda sínum. Þetta fólk kemur á atvinnuleysisskrá þegar vinnuveitandinn hættir að greiða því laun. Vinnumálastofnun hefur ekki nákvæmar upplýsingar um þetta fólk nema ef um hópuppsögn hefur verið að ræða. Samkvæmt þeim tilkynningum, sem borist hafa vegna hópuppsagna, munu um 2.500 manns missa vinnuna næstu þrenn mánaðamót, eða um 8-900 manns um hver mánaðamót. Í þessum hópi eru margir útlendingar, sem væntanlega eru fluttir úr landi, og munu því ekki sækja um bætur eða fara á atvinnuleysisskrá.

Samkvæmt upplýsingum Karls Sigurðssonar er áberandi mest atvinnuleysi meðal iðnaðarmanna, sérstaklega í byggingarstarfsemi. Þá er atvinnuleysi vinnuvélastjóra og bifreiðastjóra umfram meðaltal.

Atvinnuleysi er umfram meðaltal í þjónustustarfsemi. Á það við um almenna þjónustu, svo sem leigustarfsemi, ferðaskrifstofur, hreingerningarþjónustu og öryggisþjónustu. Einnig um sérfræðiþjónustu svo sem arkitektastofur, auglýsingastofur og vísinda- og rannsóknarstarf. Fjöldi atvinnulausra kemur úr verslun og iðnaði, þó ekki fiskiðnaði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »