Unnið að útboði á rannsóknarleyfum á Drekasvæði

Drekasvæðið.
Drekasvæðið. mbl.is/KG

Iðnaðarráðuneytið og Orkustofnun vinna nú að undirbúningi fyrsta útboðs á sérleyfum til rannsóknar og vinnslu kolvetnis á Drekasvæði með góðri aðstoð og stuðningi ýmissa aðila. Útboðstímabilið hefst um miðjan janúar 2009 og lýkur 15. maí 2009. 

Úthlutun leyfa verður takmörkuð við allt að fimm leyfi samtals í þessari umferð. Hver leyfishafi  fær aðeins úthlutað einu leyfi. Stærð hvers leyfissvæðis verður einnig takmörkuð við allt að 800 ferkílómetra. Tekið verður mið af vilja viðkomandi fyrirtækja til að styðja rannsókna- og menntunarsjóð olíuleitar á íslenska landgrunninu, sem stofnað verður til á vegum þeirra í samstarfi við Orkustofnun.

Létt hefur verið leynd af sameiginlegum hljóðbylgjumælingum á Jan Mayen hrygg og túlkunum Norðmanna og Íslendinga á þeim frá níunda áratugnum. Skýrslur með úrvinnslu á sameiginlegum gögnum og mati á auðlindum, sem áður voru trúnaðarmál, hafa verið birtar á vef Orkustofnunar. Nýtt auðlindamat fyrir norðurhluta Drekasvæðisins á grundvelli eldri og yngri gagna er í vinnslu fyrir Orkustofnun hjá Íslenskum orkurannsóknum, og er skýrsla væntanleg í tæka tíð fyrir opnun tilboða.

Ráðuneytið segir, að þótt miklar vonir séu bundnar við að olía og gas finnist á norðanverðu Drekasvæðinu, þá verði ekkert sannað í því efni fyrr en með árangursríkum borunum. Með útboði sérleyfa taki sérhæfð olíuleitarfyrirtæki á sig áhættuna sem fylgi kostnaðarsömum rannsóknum og borunum. Þær rannsóknir muni ná yfir nokkur ár, í kjölfar samninga um skilmála fyrir sérleyfi. Óverulegar tekjur skapist fyrir Íslendinga í tengslum við rannsóknirnar. Framleiðslugjald og skattlagning hagnaðar komi fyrst til þegar vinnsla er hafin, samhliða því sem þá megi vænta atvinnuuppbyggingar til frambúðar. 

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna kolvetnisstarfsemi er nú til meðferðar hjá iðnaðarnefnd og umhverfisnefnd að lokinni fyrstu umræðu á Alþingi. Frumvarp til laga um skattlagningu vegna olíuleitar og vinnslu er á lokastigi hjá fjármálaráðuneyti og verður lagt fyrir ríkisstjórn og þingflokka á næstu dögum.

Iðnaðarráðuneytið segir, að þessi tvö frumvörp þurfi að fá meðferð Alþingis og verða að lögum fyrir jól til að útboðið geti farið fram. Samningur við Norðmenn um einingarnýtingu kolvetnisauðlinda yfir lögsögumörk var undirritaður 3. nóvember sl., ásamt samkomulagi um útfærslu á gagnkvæmri hlutdeild í leyfum á samningssvæðinu við Jan Mayen hrygg, samkvæmt samningi þjóðanna frá 1981.
   
Að undangengnu lokuðu útboði hafa iðnaðarráðuneyti og Orkustofnun tekið tilboði íslensku lögmannsstofunnar BBA//Legal um lögfræðiráðgjöf vegna undirbúnings útboðs á Drekasvæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Öll félög samþykktu nema eitt

14:45 Öll aðildarfélög Samiðnar hafa samþykkt nýgerða kjarasamninga nema Félag járniðnaðarmanna á Ísafirði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samiðn. Meira »

Tafir vegna fræsunar og malbikunar

14:30 Töluverðar umferðartafir hafa orðið vegna fræsunar og malbikunar fráreinar af Skeiðarvogi niður á Miklubraut til austurs.  Meira »

Mun fleiri orðið fyrir ofbeldi

14:30 „Hlutfall barna sem hefur orðið fyrir kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi [er] mun hærra en ég held að almenningur og samfélagið gera sér grein fyrir,“ segir Hjördís Þórðardóttir, hjá UNICEF um rannsókn á ofbeldi í lífi barna sem kynnt var í dag. Samtökin vilja sjá tölurnar nýttar í aðgerðir. Meira »

„Það þarf sterka vöðva til að stjórna þessu!“

14:25 Langar biðraðir mynduðust á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi þegar fimm DC-3 vélar voru sýndar almenningi.   Meira »

Ræddi um uppgang öfgaafla í Evrópu

13:58 Uppgangur öfgaafla í Evrópu og það pólitíska umhverfi sem slík öfl hafa sprottið úr var á meðal þess sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fjallaði um í ræðu sinni á opnun alþjóðlegrar ráðstefnu á sviði kynjafræða í dag. Meira »

Ástráður meðal umsækjenda um dómarastöðu

13:53 Ástráður Haraldsson héraðsdómari er einn þeirra sem sóttu um embætti landsréttardómara. Embættið var auglýst laust eftir að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson sagði starfi sínu lausu í byrjun mánaðarins vegna aldurs. Ástráður staðfestir þetta við mbl.is. Meira »

Efling vill ábendingar um vanefndir

13:43 Efling – stéttarfélag hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmiss konar hlunnindi. Meira »

Féll sex metra í vinnuslysi

13:15 Karlmaður um tvítugt féll hátt í sex metra í vinnuslysi í Kópavogi um ellefuleytið í morgun.  Meira »

Sumarið er komið því malbikun er hafin

13:09 „Þegar sólin fer að skína og hlýnar í veðri þá fer þetta af stað. Allt mjög hefðbundið,“ segir Birkir Hrafn Jóakimsson, verkfræðingur og verkefnastjóri viðhalds hjá Vegagerðinni, spurður um malbikunarvinnu sumarsins. Meira »

Skuldir ekki flokkaðar eftir loftförum

12:03 Skuldir flugrekenda við Isavia eru ekki flokkaðar eftir loftförum. Það þýðir að Isavia getur ekki sagt nákvæmlega hver skuld hverrar og einnar flugvélar er við félagið, heldur þyrfti matsgerð til að finna út úr því. Þetta kom fram í máli Gríms Sigurðssonar, lögmanns Isavia, í héraðsdómi í dag. Meira »

„Sig­ur fyr­ir lífs­kjör allra Íslend­inga“

11:59 „Ég er mjög ánægður með það skref sem peningastefnunefnd stígur í dag. Það er mjög mikilvægt,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Gæti komið upp „réttarfarsklessa“

11:51 Grímur Sigurðsson, lögmaður Isavia, fer fram á að aðfararbeiðni flugvélaleigufyrirtækisins ALC gegn Isavia verði vísað frá dómi. Telur hann að sú staða geti komið upp að Landsréttur og héraðsdómur komist að mismunandi niðurstöðu í sama málinu. Væri þá komin upp eins konar „réttarfarsklessa“. Meira »

„Gríðarlega ánægjuleg tíðindi“

11:50 „Þetta eru bara gríðarlega ánægjuleg tíðindi og er það vægt til orða tekið,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við mbl.is vegna ákvörðunar peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að lækka vexti í 4% úr 4,5%. Meira »

Hæstiréttur hafnar beiðni Steinars Berg

11:43 Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Steinars Berg Ísleifssonar eftir leyfi dómstólsins til að áfrýja dómi Landsréttar sem í apríl sýknaði Ríkisútvarpið af kröf­um Stein­ars. Hann krafði RÚV um miska­bæt­ur og af­sök­un­ar­beiðni vegna end­ur­varps á um­mæl­um tón­list­ar­manns­ins Bubba Mort­hens í þætt­in­um Popp- og rokk­saga Íslands. Meira »

EasyJet fækkar Íslandsferðum

11:42 Flugfélagið EasyJet hefur fækkað ferðum sínum til Keflavíkur. Frá þessu er greint á ferðavefnum Túrista, sem segir stjórnendur félagsins skrifa ákvörðunina á dýrtíðina á Íslandi. British Airways og Wizz Air eru aftur á móti sögð fjölga ferðum frá London til Íslands í vetur. Meira »

„Ofboðslega sorglegar tölur“

11:34 Félags- og barnamálaráðherra hyggst bregðast hratt og örugglega við niðurstöðum skýrslu sem segir til um að fimmta hvert barn á Íslandi hafi orðið fyrir ofbeldi. Hann fundar með UNICEF, sem lét vinna skýrsluna, í hádeginu. Meira »

Ganga skrúðgöngu í tilefni Dýradagsins

11:32 Dýradagurinn er haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti á Íslandi í dag, 22. maí, á alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni. Þema göngunnar þetta árið er málefni hafsins, svo sem plastmengun í hafi, hnignun lífbreytileika, súrnun sjávar og dýr á válista. Meira »

„Órafmagnað stuð“

11:10 „Það er stuð í kirkjunni. Þetta er órafmagnað stuð,“ segir Gunnar Ben stjórnandi poppkórsins Vocal Project sem heldur vortónleika sína í Guðríðarkirkju annað kvöld kl. 20. Gefinn verður forsmekkur fyrir hausttónleika kórsins. Meira »

„Tími kominn til að höggva á hnútinn“

10:39 Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, gerði þá kröfu í dag fyrir Héraðsdómi Reykjaness að flugvélin TF-GPA, sem er af tegundinni Airbus A321 og hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá falli WOW air, verði tekin með beinni aðfaragerð af sýslumanni frá Isavia og afhent flugvélaleigufyrirtækinu ALC Meira »
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
Vélbörur
Það er ekkert sem stoppar þennan nema klaufaskapur. Skoðaðu öll tækin á www.har...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 210.000 km...