Fagna fullveldinu

Kári Stefánsson flytur erindi á hátíðinni.
Kári Stefánsson flytur erindi á hátíðinni. mbl.is/Þorkell

Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, býður alla velkomna á 90 ára afmælishátíð fullveldis Íslands sem haldið verður þann 1. desember næstkomandi í Salnum í Kópavogi frá kl. 17:00-18:30. Diddú syngur valin ættjarðarlög við undirspil Jónasar Ingimundarsonar og Eydís Fransdóttir óbóleikari flytur Egófóníu III eftir Svein Lúðvík Björnsson.

Þórarinn Eldjárn rithöfundur fer með ljóð og Kári Stefánsson, Styrmir Gunnarsson og Katrín Jakobsdóttir flytja erindi.

Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

mbl.is

Bloggað um fréttina