Fundaferð um Evrópumál

Frá flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í Valhöll þar sem ákveðið var að …
Frá flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í Valhöll þar sem ákveðið var að stofna Evrópunefnd. mbl.is/Kristinn

Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að hefja fundarherferð þann 12. desember n.k. um allt land þar sem ræða á alla valkosti og kynna kosti, galla og álitamál í hverjum málaflokki gagnvart hugsanlegrar aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Á næstunni verður opnuð sérstök vefsíða á vegum nefndarinnar þar sem almenningur getur nálgast upplýsingar um framgang og þróun verkefnisins. Þar verður jafnframt hægt að taka þátt í samræðum um verkefnið og senda inn athugasemdir og ábendingar.
 
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákvað þann 14. nóvember að skipa sérstaka nefnd um Evrópumál. Kristján Þ. Júlíusson formaður nefndarinnar og Árni Sigfússon, varaformaður, hafa ásamt Andra Óttarssyni framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins unnið að mótun verklags fyrir vinnuna framundan.
 
Nefndinni er ætlað að skoða stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu, ríkjum Evrópu og valkostum Íslands í alþjóðasamstarfinu og skila greinargerð til landsfundar. Í samræmi við tillögur miðstjórnar verður unnið með eftirfarandi málaflokka: a) Náttúruauðlindir Íslands og yfirráð yfir þeim, b) Hagsmuni atvinnuveganna, c) Stjórnskipunarmál, yfirþjóðlegar skuldbindingar og áhrif Íslands, d) Utanríkis- og öryggismál, e) Peningamálastjórn og framtíðargjaldmiðill, f) Vinnumarkaðs- og byggðamál, g) Lýðræði og jafnrétti.

Nú er unnið að því að skipa verkstjórnendur í hverjum málaflokki, en í framhaldi af því er þeim ætlað að leita til breiðs hóps sérfræðinga um álitsgjöf.
 
Núverandi formenn málefnanefnda Sjálfstæðisflokksins verða tengiliðir við málefnanefndir sínar gagnvart framangreindri vinnu en jafnframt er gert ráð fyrir að málaefnanefndirnar taki til sérstakrar skoðunar áhrif inngöngu í Evrópusambandsins á sinn málaflokk.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert