Útifundur á Austurvelli

Frá útifundi á Austurvelli
Frá útifundi á Austurvelli mbl.is/Kristinn

Kristín Tómasdóttir frístundaráðgjafi, Stefán Jónsson leikstjóri og Illugi Jökulsson rithöfundur verða ræðumenn á útifundi á laugardag á Austurvelli. Fundurinn hefst kl. 15.

Yfirskrift fundanna, sem hófust 11. október, hefur verið „Breiðfylking gegn ástandinu“. Fjöldi fundarmanna hefur vaxið milli funda.

Í fréttatilkynningu frá fundarboðendum segir að krafa fundarmanna sé afsögn stjórnar Seðlabankans og stjórnar Fjármálaeftirlitsins og að boðað verði til nýrra kosninga.

Einnig verður fundur á Akureyri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »