48% starfsmanna arkitekta horfa fram á atvinnuleysi

Fulltrúar Arkitektafélags Íslands (AÍ) og Félags Arkitektastofanna (FSSA) fóru á fund forsætisráðherra þann 29. nóvember og afhentu honum ályktun félaganna varðandi atvinnuhorfur stéttarinnar og fyrirsjáanlegt hrun byggingaiðnaðarins.  Félögin lögðu áherslu á mikilvægi þess að stjórnvöld haldi uppi atvinnustigi við núverandi aðstæður.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá félögunum að í kjölfar neyðarlaga ríkisstjórnarinnar og falls viðskiptabankanna hafa flest verkefni stöðvast hjá arkitektum. Það hafi víðtækar afleiðingar þegar opinberir aðilar, ríki og sveitafélög stöðvi undirbúning opinberra framkvæmda með  afgerandi og samstilltum hætti eins og tilmæli fjármálaráðuneytisins segi til um. FSSA hefur fylgst með þróuninni hjá aðildarfélögum sínum og er ljóst að 48% starfsmanna á stofum innan vébanda FSSA horfa nú fram á atvinnuleysi frá og með 1. febrúar næstkomandi

Ályktunin fylgir í heild hér á eftir:

 Ályktun aðalfundar Arkitektafélags Íslands 17. nóvember 2008

Aðalfundur Arkitektafélags Íslands bendir á mikilvægi þess að leggja ekki niður undirbúningsvinnu að framtíðarverkefnum þótt tímabundin stöðnun verði vegna óvænts ástands í þjóðfélaginu. Vonir eru bundnar við að um tímabundið ástand sé að ræða og er því afar mikilvægt að verkefni séu tilbúin til framkvæmda þegar samfélagið fer að rétta við á ný.

 

Hrun verkefna

Í kjölfar neyðarlaga ríkisstjórnarinnar og falls viðskiptabankanna hafa flest verkefni stöðvast hjá arkitektum. Það hefur víðtækar afleiðingar þegar opinberir aðilar, ríki og sveitafélög stöðva undirbúning opinberra framkvæmda með afgerandi og samstilltum hætti eins og tilmæli fjármálaráðuneytisins segja til um.

FSSA hefur fylgst með þróuninni hjá aðildafélögum sínum og er ljóst að 48% starfsmanna á stofum innan vébanda FSSA horfa nú fram á atvinnuleysi frá og með 1.febrúar næstkomandi.

Arkitektafyrirtækin hafa almennt verið skuldlítil eða skuldlaus en þau munu eiga í miklum erfiðleikum með að lifa af næstu mánuði.

Launakostnaður er um 70% af rekstrarkostnaði. Uppsagnartími starfsfólks er 3 mánuðir og þar við bætist uppsöfnuð orlofsréttindi að meðaltali 20 dagar sem jafngildir einum mánuði í viðbót.

Fyrirtækin sem stóðu frammi fyrir stöðvun verkefnaum miðjan október eru því með fastan kostnað í fjóran og hálfan mánuð en ekki verkefni til að selja út á móti. Það liggur því í hlutarins eðli að slagkraftur þessara fyrirtækja til að standa með sínu fólki á vormánuðum verður lítill sem enginn.

 

Gangsetning stöðvaðra verkefna.

Það er forgangsmál að gangsetja verkefni aftur án tafar sem teljast þjóðhagslega hagkvæm og mannaflsfrek. Bráðnauðsynlegt er að ríkið tryggi sveitafélögunum fjármagn þannig að þau geti staðið við áætlanir.Það er rétt að ítreka að fjöldi þeirra verkefna sem hér um ræðirkallar ekki á kostnaðarsamar byggingaframkvæmdir. Má þar nefna skipulagsverkefni, viðhaldsverkefni og húsakannanir. Hönnun er lítill hluti framkvæmdakostnaðar (rúm 10%) og vandaður og ígrundaður undirbúningur framkvæmda eykur gæði, skilvirkni í framkvæmd og er þjóðhagslega hagkvæmur. Hér er því vakin athygli stjórnvalda á mikilvægi þess að halda áfram undirbúningi framkvæmda og áætla hæfilegan tíma í undirbúning og hönnun. Verkefnin verða þá tilbúin til framkvæmda þegar efnahagslífið réttir úr kútnum og komið verður í veg fyrir langtíma fjöldaatvinnuleysi meðal annarra stétta í byggingargeiranum.

 

Nauðsyn aðgerða núna

Stjórnvöld verða að beita sér af fullum þunga til að halda verkefnum gangandi. Skoða þarf sérstaklega stöðu sveitarfélaga og möguleika þeirra til að viðhalda atvinnustigi. Það er krafa að stjórnvöld bregðist við því efnahagsástandi sem nú ríkir hér á landi og gangsetji verkefni strax og komi í veg fyrir að þúsundir manna verði atvinnulausir og gangsetji þau verkefni sem hægt er. Mannauðurinn er mikilvægasta og dýrmætasta auðlind íslensku þjóðarinnar. Stórfelldur landflótti mennta- og hæfileikafólks getur orðið stærsta og alvarlegasta afleiðing efnahagshrunsins.

 

Baráttukveðjur.

 

AÍ - Arkitektafélag Íslands

FSSA – Félag Arkitektastofa

 

Sigríður Magnúsdóttir formaður AÍ

Baldur Ó Svavarsson stjórn AÍ

Aðalsteinn Snorrason formaður FSSA

Halldór Eiríksson stjórn FSSA

Helga Benediktsdóttir stjórn FSSA

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Benedikt og Frú Ragnheiður verðlaunuð

15:38 Uppreisnarverðlaunin voru veitt í fyrsta skipti til viðurkenningar á markverðu og óeigingjörnu starfi í þágu frjálslyndis og almannahagsmuna. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, veitir verðlaunin sem þakklætisvott í garð þeirra sem skarað hafa fram úr á framangreindum sviðum Meira »

Bíll valt í Norðurá

15:24 Tveir ferðamenn voru fluttir á slysadeild á Akureyri í hádeginu eftir að bíll þeirra valt í Norðurá í Skagafirði. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki eru þeir ekki alvarlega slasaðir. Meira »

Frekari fregnir væntanlegar á morgun

13:44 Forsvarsmenn United Silicon fara nú yfir gögn en heimild til greiðslustöðvunar fyrirtækisins rennur út á morgun. Karen Kjartansdóttir, talsmaður fyrirtækisins, sagði að frekari fregnir væru væntanlegar á morgun en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Meira »

Segir grein Frosta rökleysu

12:54 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, segir að borgarlína sé vitrænn háttur til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Hún gagnrýndi grein Frosta Sigurjónssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins, um borgarlínu. Meira »

Telur að hann eigi að fara út úr fjölmiðlum

12:01 Eyþór Arnalds sem sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist telja rétt að hann losi sig út úr fjölmiðlarekstri ef hann verður kjörinn borgarfulltrúi. Meira »

Banaslys á Arnarnesvegi

11:50 Ungur maður lést í bílslysi á Arnarnesvegi um hálfþrjú í nótt, samkvæmt upplýsingum frá aðalvarðstjóra í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Skora á þingmenn

11:02 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé tryggt fjármagn á árinu 2018 við áframhaldandi framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Bókun þess efnis var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Meira »

Borgarlína og spítali

11:13 Borgarlínan var mál málanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hilmar Þór Björnsson arkitekt fjallaði meðal annars um borgarlínuna, samgöngumál og þéttingu byggða. Jafnframt var spítalinn til umræðu. Meira »

Búið af aflétta óvissustigi

10:52 Óvissustigi var aflýst í Ólafsfjarðarmúla klukkan átta í morgun og búið er að opna Siglufjarðarveg.   Meira »

Ákvörðun um framboð tekin fljótlega

10:28 Á Sósíalistaþingi í gær var rætt um mögulegt framboð flokksins til sveitastjórna í vor. Mikill fjöldi fundarmanna tók til máls á fundinum, segir í frétt á vef flokksins. Samþykkt var að boða fljótlega til félagsfundar þar sem ákvörðun yrði tekin um framboð til sveitastjórna. Meira »

Slær í 35-40 m/s í hviðum

09:24 Síðdegis í dag verður snjófjúk s.s. á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Undir Eyjafjöllum er spáð austanstormi frá klukkan 17 í dag og í hviðum fer vindhraðinn í allt að 35-40 m/s. Þar verður hvassast í kvöld. Í Öræfum við Sandfell skellur óveðrið á um klukkan 15, segir á vef Vegagerðarinnar. Meira »

49 greind með RS-veirusýkingu

09:00 Alls haf 49 verið greindir með RS-veirusýkingu á veirufræðideild Landspítalans á fyrstu tveimur vikum ársins. Í síðustu viku voru 29 greindir með RV en þar af voru 15 börn á fyrsta og öðru ári. Meira »

Fangageymslur fullar

08:44 Nóg hefur verið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Flestir eru vistaðir vegna ölvunar/annarlegs ástands. Meira »

Óveður á leiðinni

07:08 Spáð er staðbundnu óveðri síðdegis syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða jafnvel rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu í dag. Hvessir með úrkomu víða um land á morgun. Meira »

Spá staðbundnu óveðri

Í gær, 22:36 Spáð er staðbundnu óveðri eftir hádegi á morgun syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða -rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu. Meira »

Snjónum fagnað á skíðasvæðum

08:20 Börn og unglingar fá frítt í allar lyftur í Hlíðarfjalli í dag að tilefni þess að alþjóðaskíðasambandið stendur fyrir degi sem nefnist Snjór um víða veröld. Meira »

Mjög alvarlegt slys í nótt

06:48 Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Arnarnesvegi við Reykjanesbraut í nótt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Eins og rússnesk rúlletta

Í gær, 22:00 „Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmaður Pírata á Suðurnesjum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Flutnings, heimilis og Airbnb þrif
Vantar þig þrif ? Sendu okkur skilaboð og fáðu tilboð strax í dag! Systur ehf ...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Eldtraustur peningaskápur til sölu.
Penigaskápur með nýum talnalás, tegund VICTOR . breidd, 58cm, hæð, 99 cm, dýp...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...