Frekja og hroki aðgangsorð íslenska helvítisins

Kaup Íslendinga á Illum og Magasin eru sérstaklega nefnd í …
Kaup Íslendinga á Illum og Magasin eru sérstaklega nefnd í greininni mbl.isÓmar

Uffe Riis Sörensen, fyrrum ritstjóri, birti beitta grein gegn Íslendingum á baksíðu danska blaðsins Ekstra Bladet um helgina. Fyrirsögn greinarinnar er: Sendið ekki meira af peningunum mínum til Íslands: Aðgangsorð að helvíti.

Í greininni, sem birt er í dálknum Vrisne gamle mænd, segir m.a. að helvíti sé ekki ákveðinn staður heldur staður þar sem ákveðið fólk haldi sig og að í flestum tilfellum séu aðgangsorðin hroki og græðgi.

Slíkt heilvíti hafi Íslendingum nú tekist að skapa sér og þeir eigi ekkert með að koma til Danmerkur og krefjast þess að aðrir vaski upp eftir svallveislu þeirra.Íslendingar hafi þó sannarlega beðið um það með frekju og hroka. Þannig hafi forseti Íslands skammað Breta og Dani í hádegisverðarboði og hótað þeim með Rússum. Þá hafi Geir H. Haarde forsætisráðherra sagt að þar sem einungis fáir glæframenn og heimskreppa hafi komið þjóðinni í þrot eigi hún tilkall til hjálpar.  

Þetta sé hins vegar helber lygi. Íslendingar hafi byggt sér skýjahallir fyrir annarra manna fé, leikið Matador með banka í Bretlandi, símafyrirtæki í Tékklandi og verslanir í Danmörku. Þá hafi þeir gefið Dönum fríblöð í 400.000 eintökum sem hafi kostað danska fjölmiðla óheyrilega mikið fé.

Þá segir hann að hver heilvita maður hefði átt að sjá að það sem fram fór á Íslandi gæti ekki gengið til lengdar og að margir Íslendingar hafi reyndar gert það. Þeir hafi bara ekki þorað að segja neitt, m.a. vegna þess að þeir hafi sjálfir verið komnir of nálægt bjargbrúninni til að vara við hættunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert