Enn skelfur við Kistufell

Kort: Veðurstofan

Töluverð skjálftavirkni er enn í Vatnajökli, skammt frá Kistufelli. Þar hafa mælst um 30 skjálftar síðan í fyrrinótt, þar af sex yfir 3 á Richter. Sá stærsti mældist 3,4 á Richter og annar 3,3 á Richter.

Starfsmenn Veðurstofunnar segja skjálfta ekki óalgenga á þessum slóðum en enginn stór skjálfti, 4 til 5 á Richter, hafi mælst þarna síðan gaus í Gjálp árið 1996.

Enn er talsverð skjálftavirkni á svæðinu, en lengra er á milli skjálfta. Starfsmenn Veðurstofunnar munu áfram fylgjast náið með svæðinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert