Frysting jafnvel óhjákvæmileg

Gefa á fólki kost á að draga tímabundið úr afborgunum af verðtryggðum lánum, frysta jafnvel höfuðstólsgreiðslur, til að hjálpa því að komast yfir versta kúfinn. Þetta er álit Gylfa Magnússonar, dósents við viðskiptafræðideild HÍ.

Hann segir aðgerðir af þessu tagi ekki einungis raunhæfar heldur jafnvel óhjákvæmilegar. Þær þurfi heldur ekki að vera svo kostnaðarsamar fyrir lánveitandann, einfaldlega vegna þess að hann standi frammi fyrir því að lántaki geti ekki greitt af láninu.

„Þá er best að horfast í augu við vandann og taka á honum í sameiningu frekar en fara í hart. Það hefur ekkert upp á sig við núverandi aðstæður í þjóðfélaginu.“
 
Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri Búseta á Akureyri, vill láta frysta verðtrygginguna út árið 2009 en því er spáð að brattasta verðbólguskeiðið verði þá um garð gengið.

„Tímann þangað til eigum við að nota til að teikna upp plan sem losar okkur endanlega við verðtrygginguna.“

Ekki tilefni til inngrips
Bjarni Bragi Jónsson, sem var hagfræðingur Seðlabankans þegar verðtryggingunni var komið á 1979, er hins vegar á því að ekki sé tilefni til inngrips, enda standi hver einasti lánssamningur með lánskjaravísitölu traustum fótum í stjórnarskrárvörðum eignarréttarákvæðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »