Fagna áformum um strætóferðir í sveitarfélögin

Sveitastjórar Árborgar og Borgarness segja áætlaðar strætóferðir milli sveitarfélaganna og höfuðborgarsvæðisins mikið framfararskref. Útlit er þó fyrir að kreppan geti sett ákveðið strik í reikninginn hvað varðar tíðni ferða og niðurgreiðslu fargjalda, að sögn bæjarstjóra Árborgar.

Allt stefnir í að Strætó bs. hefji áætlunarferðir milli Reykjavíkur annars vegar og Árborgar og Borgarness hins vegar frá áramótum. Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri Árborgar, segir undirbúninginn hafa staðið í hálft ár en eftir sé að ganga frá málinu endanlega með gerð fjárhagsáætlunar. „Sveitarfélögin Hveragerði og Árborg eru sameiginlega komin með sérleyfi á þessari leið, sem Vegagerðin hefur ekki viljað fella niður. Við tökum við því um áramótin.“

Hún segir ekki hægt að segja til um fjölda ferða né niðurgreiðslur fargjalda. „Auðvitað setur efnahagsástandið strik í reikninginn svo við getum kannski ekki byrjað af þeim krafti sem við ætluðum. Þetta verður þó klárlega til bóta.“

Páll S. Brynjarsson, sveitarstjóri í Borgarnesi, segir breytinguna sömuleiðis jákvæða fyrir íbúa þar. „Við höfum fylgst með því að undanfarin tvö ár hefur strætó gengið á Akranes sem hefur haft mikla þýðingu fyrir Akurnesinga. Við höfum því í samstarfi við sveitarfélögin Akranes, Hvalfjarðarsveit og Borgarbyggð undirbúið það nú í nokkra mánuði að strætó geti gengið í Borgarnes. Verkefnið er núna í höfn svo það á bara eftir að ganga frá formlegum samningi.

Páll segist sannfærður um að nýtingin á ferðunum verði ágæt. „Við vitum að rétt innan við 10% íbúa sækja skóla eða vinnu til höfuðborgarsvæðisins. Að auki er ákveðinn hópur sem sækir skóla og vinnu á Akranes og öfugt.“

Þannig munu ferðir Strætó bs. tengja betur saman þessi tvö sveitarfélög auk Reykjavíkur. „Það hafa að vísu verið fastar rútur hér á milli. Núna náum að skipuleggja ferðirnar þannig að þær nýtist fólki til að fara til og frá vinnu og eins til að sækja ýmsa þjónustu til höfuðborgarinnar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »