Lögregla ræðir við mótmælendur

Fólkið kemur af fundi lögreglunnar nú undir kvöld.
Fólkið kemur af fundi lögreglunnar nú undir kvöld. mbl.is/Golli

Lítill hópur fólks safnaðist saman utan við lögreglustöðina við Hverfisgötu nú síðdegis en þangað voru flutt ungmenni, sem handtekin voru í Alþingishúsinu. Lögreglan bauð hópnum inn í stöðina til að útskýra fyrir þeim þær starfsreglur, sem hún fer eftir.

Að sögn Gunnars Rúnars Sveinbjörnssonar, talsmanns lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu,  var fólkinu boðið á fund hjá yfirstjórn lögreglunnar sem reyndi að svara spurningum þess af bestu getu. 

Talið er að um 30 manns hafi farið inn í Alþingishúsið í dag og gert hróp að þingmönnum þegar þingfundur hófst klukkan 15. Hluti hópsins hlýddi skipunum lögreglu en sjö voru handteknir og fluttir á lögreglustöð. Að sögn Gunnars Rúnars verða teknar skýrslur af fólkinu og því síðan væntanlega sleppt. 

Fimm hinna handteknu eru á þrítugsaldri, einn er undir tvítugu og einn á fertugsaldri. Um var að ræða sex karlmenn og eina konu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert