Bankar sammælast um aðgerðir

Nýi Glitnir hf., Nýja Kaupþing hf. og NBI hf. hafa komið sér saman um  aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja. Segja bankarnir, að á meðan unnið sé að fjárhagslegri endurskipulagningu lífvænlegra fyrirtækja þurfi að leitast við að þau haldi áfram starfsemi.  Í þeirri vinnu verði fyrst og fremst litið til hagsmuna fyrirtækjanna sjálfra og reynt að tryggja framtíð þeirra.

Í tilkynningu frá bönkunum þremur segir, að framundan sé mikil vinna við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja. Miklir hagsmunir séu í húfi hjá kröfuhöfum, skuldurum og þjóðfélaginu öllu. Mikilvægt er að ferlið sé gagnsætt og sanngjarnt og að stuðlað sé að aukinni samkeppni í atvinnulífinu.  Koma þurfi í veg fyrir að tímabundnir erfiðleikar og ósamkomulag kröfuhafa leiði til falls lífvænlegra fyrirtækja.


Með vísun til yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar frá 2. desember sl. um aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja, sem meðal annars beint var til hinna nýju banka, hafa Nýi Glitnir hf., Nýja Kaupþing hf. og NBIhf. komið sér saman um eftirfarandi aðgerðir:
 

  1. Bankarnir miða að því að starfa eftir áliti Samkeppniseftirlitsins nr. 3/2008, frá 12. nóvember 2008 og sjái um að kynna það fyrir starfsmönnum sínum.
  2. Að stofnað verði  embætti umboðsmanns viðskiptamanna í hverjum banka í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnar.  Umboðsmaður taki til starfa eins fljótt og unnt er.
  3. Að tekið verði mið af alþjóðlegum viðmiðum (London Approach) sem mynda ramma um úrvinnslu flókinna lánamála og stuðla að yfirveguðum ákvörðunum í hverju máli, þar sem talið er að hefðbundin réttarfarsúrræði laga henti ekki.
  4. Hver banki eða bankarnir sameiginlega  munu setja á stofn umsýslufélög sem hafa það hlutverk að yfirtaka eignarhluti í fyrirtækjum sem bankinn hefur eignast.  Bankar kunna þó að þurfa tímabundið að halda hlutum í fyrirtækjum á meðan verið er að vinna að úrlausn á vanda þeirra.

„Framangreindum aðgerðum er ætlað að stuðla að því að úrvinnsla útlánavandamála hjá hinum nýju bönkum verði eins gegnsæ og sanngjörn og kostur er og allir meginferlar séu skýrir. 

Aðgerðunum er ætlað að tryggja að viðskiptaleg sjónarmið séu höfð að leiðarljósi við úrlausn útlánavandamála. Hafa verður í huga að þrátt fyrir að bankarnir setji sér sameiginleg meginviðmið getur misjöfn staða fyrirtækja kallað á ólíkar aðferðir við úrlausn skuldavanda.
 
Nýi Glitnir, Nýja Kaupþing og NBI lúta samkeppnislögum líkt og önnur fyrirtæki í landinu. Samkeppniseftirlitið hefur heimilað hinum nýju bönkum að vinna saman að þessu mikilvæga máli enda kalla stjórnvöld eftir samræmdum vinnureglum," segir í tilkynningu frá bönkum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skoða mál stúlku sem skilin var eftir

Í gær, 21:46 Strætó skoðar nú mál þar sem stúlka sem á við þroskahömlun að stríða var skilin ein eftir á röngum áfangastað. Ljóst er að pöntunin sem móðir stúlkunnar sendi inn var hárrétt en rangt skráð inn í kerfið af starfsmanni Strætó. Meira »

Geimfaraþjálfun á Húsavík

Í gær, 21:44 Samstarfssamningur var í morgun undirritaður milli fulltrúa Könnunarsafnsins á Húsavík, ICEXtech á Húsavík og hins finnska fyrirtækis Space Nation um undirbúning geimfaraþjálfunar á Íslandi fyrir nema á vegum Space Nation. Meira »

„Of margir stormar á þessu ári“

Í gær, 21:36 „Það hafa verið of margir stormar á þessu ári, þannig að það hljóta að hafa losnað skrúfur því neðri hlutinn losnaði,“ segir Klaus Ortlieb, einn eigenda Hlemmur Square, um skiltið sem hangir á bláþræði á húsinu. Hann óttaðist um öryggi vegfarenda og hafði því samband við lögreglu og björgunarsveit. Meira »

Stórt skilti hangir á bláþræði

Í gær, 21:01 Lögreglan og björgunarsveit voru kölluð að hótelinu Hlemmur Square fyrr í kvöld vegna þess að stórt skilti hangir á bláþræði framan á húsinu í óveðrinu sem núna gengur yfir höfuðborgarsvæðið. Meira »

Mikið um vatnsleka vegna veðurs

Í gær, 20:31 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu á í nógu að snúast með að sinna útköllum vegna vatnstjóns. Mikil úrkoma og klaki yfir niðurföllum veldur því að mikill vatnsflaumur hefur myndast víða. Meira »

Lífið er íslenskur saltfiskur

Í gær, 20:07 Matreiðslumeistararnir Guillem Rofes, Jordi Asensio og Francisco Diago Curto frá Barcelona urðu hlutskarpastir í keppninni Islandia al Plat, sem Íslandsstofa hélt þar í borg í tengslum við kynningu á íslenskum saltfiski í haust sem leið. Meira »

Hönnunarverkfræðingur gerðist jógakennari

Í gær, 19:19 Sæunn Rut Sævarsdóttir býr ásamt breskum kærasta sínum í litlum bæ rétt utan við Oxford í Bretlandi. Þar kennir hún jóga en hún á að baki jógakennaranám í Vinyasa Flow frá Yoga London. Að kenna jóga var þó ekki alltaf ætlunin en ýmislegt æxlaðist öðruvísi en til stóð í upphafi. Meira »

Bragi sóttist sjálfur eftir breytingu

Í gær, 20:00 Ársleyfi Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, frá stofnuninni tengist ekki kvörtunum frá barna­vernd­ar­nefnd­um höfuðborg­ar­svæðis­ins í hans garð. Hann sóttist sjálfur eftir breytingu í starfi. Meira »

Segir þjónustu við vogunarsjóði í 1. sæti

Í gær, 19:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þjónusta við vogunarsjóði sé sett í 1. sæti hjá íslenskum stjórnvöldum. Meira »

Þungar og óviðunandi vikur

Í gær, 18:49 „Síðustu vikur hafa verið þungar undir fæti hjá okkur og óviðunandi á stundum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum forstjórapistli sínum. Meira »

Sjúkratryggingar segja ekki upp samningum

Í gær, 18:24 Sjúkratryggingar Íslands ætla ekki að segja upp rammasamningum við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara þar til velferðarráðuneytið hefur tekið afstöðu til tillagna um nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir. Þetta er gert að beiðni Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Meira »

Fann 400 kannabisplöntur í Kópavogi

Í gær, 18:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu stöðvað kannabisræktun á nokkrum stöðum í umdæminu, en í þeirri stærstu var lagt hald á nærri 400 kannabisplöntur. Meira »

Svandís tekur við málum af Guðmundi

Í gær, 18:13 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að bera það upp við forseta Íslands að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra taki við fjórum málum af Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra. Meira »

Tekur yfir eignir United Silicon

Í gær, 17:29 Samkomulag hefur náðst á milli skiptastjóra þrotabús United Silicon og Arion banka um að bankinn fái að ganga að sínum veðum og taka yfir allar helstu eignir félagsins. Meira »

Vindorkuver rísi ekki á verndarsvæðum

Í gær, 16:40 Ekki á að reisa vindorkuvirkjanir á verndarsvæðum eða öðrum sambærilegum svæðum, jafnvel þó að þau njóti ekki verndar samkvæmt lögum. Þetta er mat Landverndar sem telur raunar þörfina fyrir vindorkuvirkjanir ekki vera jafnaðkallandi á Íslandi og víða annars staðar. Meira »

Gylfi áfram í peningastefnunefnd

Í gær, 17:57 Forsætisráðherra hefur endurskipað dr. Gylfa Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fulltrúa í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands samkvæmt ákvæði í lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands. Meira »

Sendibíll valt á Breiðholtsbraut

Í gær, 17:19 Sendibíll valt á Breiðholtsbraut fyrir skömmu. Ljósmyndari mbl.is var á ferðinni en ekki var lokað fyrir umferð vegna óhappsins. Bifreiðin liggur á hliðinni á umferðareyju. Meira »

Andlát: Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari

Í gær, 16:32 Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari, heiðursfélagi í Konunglega breska myndhöggvarafélaginu, lést síðastliðinn miðvikudag, 21. febrúar, 97 ára að aldri. Meira »
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...