Persson: Íslendingar mega ekki bíða

Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar.
Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar. Reuters

Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að Íslendingar geti komist í gegnum kreppuna. Það muni hins vegar verða erfitt. Persson segir mikilvægt að menn grípi þegar í stað til aðgerða þótt þær kunni að verða óvinsælar. Íslendingar megi ekki bíða, þeir verði að taka frumkvæðið.

Þetta kom fram í fyrirlestri Perssons í Hátíðarsal Háskóla Íslands í dag. Persson sagði að hann teldi ekki að Íslendingar gætu lengur haldið úti jafn litlum gjaldmiðli og íslenska krónan er og vísaði m.a. til verðbólgunar hér á landi. Þá sagði hann, að Svíþjóð væri í allt öðrum sporum í dag er landið hefði ekki gengið í Evrópusambandið.

Persson er kominn hingað til lands á vegum Samtaka fjárfesta. Í fyrirlestrinum,  sem bar yfirskriftina Lærdómur Svía af fjármálakreppu tíunda áratugarins – byrðunum dreift og nýjar vonir vaktar, fjallaði Persson m.a. um þá bankakreppu, sem Svíar lentu í við upphaf 10. áratugarins. Sagði Persson, að Svíum hafi tekist að komast í gegnum kreppuna og það muni Íslendingar einnig gera. Hins vegar séu aðstæður á Íslandi í dag gjörólíkar því sem var í Svíþjóð fyrir um 15 árum. Raunar sé staðan sé allt önnur á alþjóðavettvangi og í fyrsta sinn finni menn fyrir samdrætti um allan heim.

Í fyrirlestrinum kom fram að Svíar gengu í gegnum miklar efnahagsþrengingar á árunum uppúr 1990. Þær þrengingar sneru m.a. að bönkunum og sænsku fjármálakerfi sem gekk í gegnum verulega uppstokkun í kjölfar erfiðleikanna. Persson gegndi á þessum tíma starfi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Svíþjóðar og kom í hans hlut að ráða fram úr þeim erfiðleikum sem að þjóðinni steðjuðu.

Svíar ákváðu í framhaldinu að sækja um aðild að ESB, og að sögn Perssons skipti það sköpum fyrir Svía. Hann segir að hann hafi haft sínar efasemdir um bandalagið á sínum tíma. Á endanum hafi hann komist á þá skoðun að það væri nauðsynlegt að stíga þetta skref. Hann segir að staðan væri allt önnur í Svíþjóð í dag ef Svíar hefðu ekki gengið inn í ESB.

Menn grípi til aðgerða

Persson segir að fólk geti rætt um ólíkar efnahagsaðgerðir, haldið fyrirlestra um þjóðhagfræði eða haldið námskeið um fjárlagahalla. En þegar öllu sé á botninn hvolft þá skipti aðgerðir meira máli en orð. Íslendingar eigi ekki að bíða eftir því hvað aðrir segja þeim að gera.

Hann sagði, að Svíar hafi á sínum tíma ákveðið að taka málin í sínar hendur og taka frumkvæðið. Þeir hafi vitað það betur en aðrir hvað átti að gera. Að sögn Perssons var ekki erfitt að sjá hvað ætti að gera, heldur að gera það.

Svíar byrjuðu á bankakerfinu

Sænsk stjórnvöld byrjuðu á bankakerfinu, en Persson bendir á að það sé ekki hægt að bera það saman við Ísland nú þar sem aðstæður séu afar sérstakar. Í raun hafi þar orðið stórslys þegar bankarnir urðu 10 sinnum stærri en verg þjóðarframleiðsla.

Svíar þjóðnýttu bankana, segir Persson og á endanum fengu þeir  allar krónunnar til baka sem sænska ríkið greiddi fyrir skuldir bankanna. Það sé hins vegar erfiðara fyrir Ísland.

Næst var tekið á fjárlögunum. Það var erfiðast að sögn Perssons. Hann sagði að á Íslandi  muni hlutirnir verða erfiðari.  Greiði Íslendingar alla verga þjóðarframleiðslu til að leysa bankakreppuna muni greiðslubyrðin aukast gríðarlega og vextirnir ofan á það.

Næstu ár verða erfið

Persson sagði, að menn verði að reikna með erfiðum árum á næstunni þar sem verg þjóðarframleiðsla muni minnka umtalsvert. Neyslan muni minnka sem og innflutningur. Atvinnuleysið mun hins vegar aukast og skera verði niður fjárlögin. 

Persson sagði, að Íslendingar gætu endað á því að fá lán til að greiða vextina af þeim lánum sem þeir fengu til að greiða niður skuldir bankanna. Það muni kalla á hærri skatta eða minni opinber útgjöld. Hins vegar sé ekki hægt að fá endalaust lán til að greiða vexti af öðrum lánum. Markaðurinn myndi á endanum refsa krónunni harkalega ef það gerist. Málið snúist um trúverðugleika og menn verði grípa til skynsamlegra aðgerða.

Persson sagðist  hafa gert það og orðið um leið hataðasti maður Svíþjóðar. Það hafi hins vegar verið þess virði. Ákveði Íslendingar að grípa til raunhæfra aðgerða sendi það út þau boð, að Ísland vilji ráða örlögum sínum sjálft.


mbl.is

Innlent »

Gul viðvörun á morgun

22:51 Gul viðvörun er í gildi vegna hríðarveðurs annað kvöld á Suðurlandi, Vesturlandi og Suðvesturlandi. Samkvæmt Veðurstofu Íslands mun á morgun ganga í suðaustan 15-23 m/s undir kvöldið með snjókomu eða slyddu og síðar rigningu á láglendi. Búast má við erfiðum akstursskilyrðum vegna takmarkaðs skyggnis og snjó- eða krapaþekju. Meira »

Sara keppir um sæti á heimsleikunum

22:20 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, afrekskona í crossfit, fór vel af stað á öðrum keppnisdegi af þremur á Wodapalooza-mótinu sem fram fer í Miami um helgina. Sigurvegari á mótinu öðlast þátttökurétt á heimsleikunum í crossfit í ágúst. Meira »

Ísland eins og Havaí árið 1960

21:35 Erlendur Þór Magnússon gekk á Öræfajökul þegar hann var tólf ára gamall og renndi sér niður á snjóbretti. Þetta var árið 1995. Núna er hann meira fyrir sjó en snjó og leitar uppi öldur í kringum landið auk þess að mynda brimbrettafólk við iðju sína. Meira »

Viðtalið ekki á fölskum forsendum

21:26 Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, segir að ljóst sé að viðtal sem tekið var við Elínu Björg Ragnarsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka fiskiframleiðenda og útflytjenda og birt í fréttaskýringarþættinum Kastljósi árið 2012 hafi ekki verið tekið á fölskum forsendum. Meira »

Línumaður Þjóðverja tók yfir Twitter

21:10 Ísland hóf leik í millriðli 1 á heims­meist­ara­móti karla í hand­bolta þegar þeir mættu heima­mönn­um í Þýskalandi í Lanx­ess Ar­ena í Köln í kvöld. Líkt og í fyrri leikjum liðsins á mótinu fóru íslenskir Twitter-notendur mikinn og hér má sjá brot af því besta sem gekk á á meðan leiknum stóð. Meira »

Tveir með annan vinning

19:51 Tveir lottóspilarar fengu annan vinning í útdrætti Lottó í kvöld og hlutu þeir 166 þúsund krónur hvor. Voru miðarnir seldir á N1 Stórahjalla og í áskrift. Meira »

Ætla í aðgerðir gegn ágengum plöntum

19:24 Á næstunni verða mótaðar tillögur að aðgerðum gegn ágengum plöntum hjá Akureyrarbæ, en ástæða þess er að bregðast við útbreiðslu lúpínu og kerfils í Krossanesborgum og Hrísey. Krossnesborgir er fólkvangur og útivistarsvæði rétt norðan við Akureyri. Meira »

Mynduðu hjarta og minntust Ada­mowicz

18:39 Tugir manna komu saman við Reykjavíkurtjörn í dag til að minnast Pawel Ada­mowicz, borgarstjóra Gdansk í Póllandi, sem lést á mánudag, eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu­árás á góðgerðarviðburði kvöldið áður en hann var stung­inn í viðurvist hundraða vitna er hann flutti ávarp á sam­kom­unni. Meira »

Himinlifandi skýjum ofar eftir árangurinn

18:25 Rögnvaldur Ólafsson glímukappi fór glaður frá München í Þýskalandi í gær eftir að hafa séð íslenska handboltalandsliðið tryggja sér sæti í 12 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Meira »

Munu baunir bjarga mannkyni?

18:15 Hafragrautur í morgunmat, hrísgrjón í hádeginu og baunir í kvöldmat. Kjöt á nokkurra vikna fresti til hátíðabrigða. Einhvern veginn svona gæti matseðill þorra mannkyns litið út árið 2050, gangi ráðleggingar 37 sérfræðinga frá 16 löndum á sviði heilsu- og umhverfisverndar eftir. Meira »

Lét greipar sópa í fríhöfninni

17:51 Erlendur karlmaður var stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðastliðinn sunnudag vegna gruns um að hann hefði látið greipar sópa í fríhöfninni. Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn, sem átti bókað flug til London, og flutti hann á lögreglustöð. Meira »

Grafalvarlegt mál ef um „fréttafölsun“ er að ræða

17:37 „Það er engin spurning að þetta er grafalvarlegt mál eins og Elín Björg lýsir málavöxtum,“ segir Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri. Meira »

Kröfugerð SGS nú hluti af stefnu flokksins

16:50 Í dag var samþykkt á félagsfundi Sósíalistaflokks Íslands að fella kröfugerð Starfsgreinasambandsins gagnvart stjórnvöldum inn í málefnastefnu flokksins. Vísað er til þess að kröfugerð SGS hafi verið samþykkt af félögum sem hafi tæplega 60 þúsund félagsmenn. Meira »

Jensína orðin elst allra

16:20 Jensína Andrésdóttir náði þeim áfanga í dag að verða elst allra Íslendinga sem hafa búið hér á landi. Jensína, sem býr á Hrafnistu í Reykjavík, er 109 ára og 70 daga í dag og er vakin athygli á þessum tímamótum á Facebook-síðunni Langlífi. Meira »

17 er fyrir ömmu og afa

14:59 Númerið sem bræðurnir Arnór Þór og Aron Einar Gunnarssynir bera á bakinu með landsliðum Íslands í handbolta og fótbolta, 17, vísar í heimili ömmu þeirra og afa heitinna á Ísafirði en þau bjuggu í Fjarðarstræti 17. Meira »

Loksins snjór

14:22 Jólasnjórinn kom seint þennan veturinn í Reykjavík en í dag snjóaði hressilega á öllu Suðvesturlandinu mörgum til ánægju. Lögreglan biður fólk um að fara varlega í umferðinni enda hálka og krapi víða. Meira »

Kennarar bera kerfið uppi

13:27 Menntamálaráðherra segir stjórnvöld hafi áhyggjur af aukinni depurð ungmenna, ekki síst ungra stúlkna, en heilsa og lífskjör nema voru rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Við verðum að hlúa vel að menntakerfinu og sérstaklega kennurum það eru þeir sem bera það uppi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Meira »

Gekk til liðs við erfiðan andstæðing

12:07 Ingólfur Hannesson er að flytja aftur til Íslands eftir langa búsetu í Sviss, þrátt fyrir að hafa verið ráðinn til starfa hjá alþjóðlega fjölmiðla- og markaðssetningarfyrirtækinu Infront sem er með höfuðstöðvar sínar í landinu. Meira »

Hálka og snjókoma

12:02 Hálka er á Reykjanesbraut og mjög mikil snjókoma er á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla biður fólk um að fara varlega en snjókoma og éljagangur er á öllu Suðvesturlandi. Meira »
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Einn sá öflugasti
JAKINN Einn sá öflugasti og verklegasti Ford 7,3 Power Stroke, Skráður frá framl...
Útsala !!! Kommóða ofl..
Til sölu 3ja skúffu kommoða,ljós viðarlit.. Mjög vel útlítandi..Verð kr 2000.. ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...