Hátekjuskattur bara táknrænn

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinar segist undrandi á stóryrðum Gylfa Arnbjörnssonar forseta ASÍ þar sem ríkisstjórnin hafi reynt að standa vörð um velferðina.  Gylfi segir enga sátt verða um tillögur ríkisstjórnarinnar þar sem ríkisstjórnin ráðist að þeim sem standi höllustum fæti.  Hún segir að að sínu áliti komi til greina að setja hátekjuskatt.  Hann hafi komið til umræðu í ríkisstjórninni. Hann sé þó fyrst og fremst táknrænn. Það hefði skilað of litlu í ríkissjóð að standa að honum núna og ekki komið í veg fyrir aðrar skattahækkanir.

Aðspurð hvort það hefði ekki verið skynsamlegt að setja líka táknrænan skatt til að minnka óánægju þeirra sem hafa lægri tekjur, segir hún að reynt hafi verið að koma til móts við það fólk með öðrum hætti svo sem að skerða ekki vaxtabætur og hækka barnabætur.

mbl.is

Bloggað um fréttina