Örn Clausen hæstaréttarlögmaður látinn

Örn Clausen hæstaréttarlögmaður og einn mesti afreksmaður Íslendinga í frjálsum íþróttum á fyrstu árum lýðveldisins, er látinn. Örn lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í gærkvöld, áttræður að aldri. Eftirlifandi eiginkona Arnar er Guðrún Erlendsdóttir, fyrrverandi hæstaréttardómari. Saman áttu þau þrjú börn en Örn átti fjóra syni af fyrra hjónabandi.

Örn Clausen fæddist í Reykjavík 8. nóvember 1928, sonur hjónanna Sesselju Þorsteinsdóttur Clausen og Arreboe Clausen, kaupmanns og síðar bifreiðarstjóra.

Tvíburabróðir Arnar var Haukur Clausen, tannlæknir en hann lést í maí 2003. Hálfbróðir Arnar var Alfreð Clausen, málarameistari og söngvari. Alfreð lést í nóvember 1981.

Örn Clausen lauk stúdentsprófi frá MR árið 1948 og lögfræðiprófi frá HÍ árið 1953 með I. einkunn. Örn fékk héraðsdómslögmannsréttindi árið 1958 en réttindi hæstaréttarlögmanns 1963.

Hann var lögfræðilegur ráðunautur og túlkur hjá öryggisþjónustunni á Keflavíkurflugvelli árið 1953 en það sama ár varð hann forstjóri Trípolíbíós og rak það fyrir Tónlistarfélagið frá árslokum 1953 til hausts 1957. Örn Clausen rak eigin málflutningsskrifstofu í Reykjavík frá 1958 og í félagi við eftirlifandi eiginkonu sína, Guðrúnu Erlendsdóttur frá 1961 til 1978. Örn sinnti lögfræðistörfum allt þar til í maí 2007.

Hann gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum. Sat í stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík 1946 til 1948 og var formaður Orators 1950 til 1951. Þá sat Örn í kjaranefnd Lögmannafélags Íslands í nokkur ár, bæði sem formaður og nefndarmaður.

Örn Clausen var í hópi fremstu afreksmanna Íslendinga í íþróttum upp úr miðri síðustu öld, ásamt tvíburabróður sínum, Hauki Clausen, tannlækni, og fleirum. Örn stundaði frjálsar íþróttir á árunum 1946 til 1951 og setti samtals 10 Íslandsmet í grindahlaupum og tugþraut. Hann sigraði í tugþraut á Norðurlandamóti í Stokkhólmi 1949, setti Norðurlandamet í tugþraut 1951 og vann silfurverðlaun á Evrópumeistaramótinu í tugþraut 1950. Þá átti Örn næstbesta árangur heimsins í tugþraut árið 1951.

Eftirlifandi eiginkona Arnar Clausen er Guðrún Erlendsdóttir, fyrrverandi hæstaréttardómari. Þau gengu í hjónaband sumarið 1961. Börn þeirra eru þrjú, Ólafur, rekstrahagfræðingur, Guðrún Sesselja, héraðsdómslögmaður og Jóhanna Vigdís, leikkona. Örn Clausen átti fjóra syni af fyrra hjónabandi en einn þeirra er látinn.

Febrúar 2001. Tvíburabræðurnir Örn Clausen t.v. og Haukur Clausen með ...
Febrúar 2001. Tvíburabræðurnir Örn Clausen t.v. og Haukur Clausen með Inga Þorstensson á milli sín, en Ingi var aðalforvígismaður þess að komið var saman til þess að minnast íþróttasigranna fyrir 50 árum. mbl.is/Sigurður Jökull
F.v.; Ingi Þorsteinsson úr KR, Reynir Sigurðsson, ÍR og Örn ...
F.v.; Ingi Þorsteinsson úr KR, Reynir Sigurðsson, ÍR og Örn Clausen, ÍR, í 110 m grindahlaupi á Melavelli 1950/1951. Örn Clausen, þá 22 ára laganemi, setti Norðulandamet í tugþraut, hlaut 7.453 stig. mbl.is/Ólafur K. Magnússon
mbl.is

Innlent »

Stórir skjálftar við Bárðarbungu

05:50 Rétt eftir miðnætti mældust tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu af stærð 3,3 og 3,5. Engin merki eru um gosóróa að sögn sérfræðings á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

Hærri laun fækka störfum

05:30 Vísbendingar eru um að launahækkanir muni þrýsta á um sjálfsafgreiðslu í íslenskri verslun á kostnað starfa. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir fyrirtækið vera að innleiða sjálfsafgreiðslu í Hagkaup. Meira »

53% aukning í ráðgjöf um síldarafla

05:30 Gert er ráð fyrir tæplega 53% aukningu afla úr norsk-íslenska síldarstofninum á næsta ári í ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES. Meira »

Vertíðinni lauk í gærkvöldi

05:30 Síðasta skemmtiferðaskip ársins kom til hafnar í Reykjavík snemma í gærmorgun. Er um að ræða skipið Ocean Dream, sem er 35.265 brúttótonn, og lagðist það að Skarfabakka, en skipið lét úr höfn í gærkvöldi. Skemmtiferðaskip þetta tekur nokkuð yfir 1.000 farþega og eru í áhöfn rúmlega 500 manns. Meira »

Ferðatíminn hefur lengst

05:30 Meðaltími ferða milli heimilis og vinnu á höfuðborgarsvæðinu hefur lengst síðasta áratuginn. Hann var níu og hálf mínúta 2007 en var kominn í rúmar 14 mínútur sumarið 2018. Meira »

Ríkið sýknað í máli spilafíkils

05:30 Íslenska ríkið var á föstudag sýknað af tæplega 77 milljóna króna skaðabótakröfu Guðlaugs Jakobs Karlssonar.  Meira »

Flestir sóttu um hæli í september

05:30 Alls sóttu 98 manns um alþjóðlega vernd hér á landi í september síðastliðnum og er það mesti fjöldi hælisumsókna á einum mánuði það sem af er þessu ári. Meira »

Endurskoða þarf reglur um skýrslutökur

05:30 Nauðsynlegt er að fara í heildarendurskoðun á þeim reglum sem gilda um skýrslutöku á sakborningum og vitnum með það fyrir augum að bæta réttarstöðu fatlaðs fólks. Meira »

Víða hált á vegum landsins

Í gær, 22:07 Hálkublettir eru suðvestanlands á Hellisheiði, Mosfellsheiði og á Kjósarskarði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Sömu sögu er að segja um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði vestanlands. Meira »

40 íslenskir hestar niður Strikið

Í gær, 21:45 Fjörutíu íslenskir hestar fóru um stræti Kaupmannahafnar í gær, í tilefni af 50 ára afmæli Íslandshestasamtakanna í Danmörku. Meira »

Notendum hjólaleigu fjölgar milli ára

Í gær, 21:30 Fleiri nýttu sér hjólaleiguna WOW citybike í sumar en í fyrrasumar. Vætutíð hafði áhrif fyrri hluta sumars en notkunin jókst jafnt og þétt eftir því sem leið á sumarið og varð aukning í notendum á milli ára. Þetta segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, sem starfrækir hjólaleiguna. Meira »

Vildu finna Íslandsbænum nýtt hlutverk

Í gær, 20:40 „Við vissum svo sem ekkert hvað við ætluðum að gera fyrst og svo varð þetta bara svona,“ segir Heiðdís Pétursdóttir sem opnaði nýlega, ásamt Hreiðari Hreiðarssyni manni sínum, gististað í torfbæjarstíl skammt frá Hrafnagili. Meira »

Niðurlægjandi að pissa ofan í glas

Í gær, 20:27 „Ég kom bara af fjöllum. Eftir að ég fékk þetta bréf hélt ég að það væri búið að fella allt niður,“ segir Theódór Helgi Helgason. Hann er ósáttur við gang mála eftir að hafa verið handtekinn af lögreglunni á Suðurnesjum 16. júní vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Verja 65 milljónum í fullveldisfagnað

Í gær, 19:40 Áætlaður heildarkostnaður forsætisráðuneytisins vegna hátíðaviðburða sem fram fara 1. desember í tilefni af 100 ára sjálfstæði og fullveldi Íslands eru 65 milljónir króna, samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is um kostnað ráðuneytisins vegna hátíðahaldanna. Meira »

Skoða hvort málinu verði áfrýjað

Í gær, 19:02 Ingólf­ur Hauks­son, for­stjóri Glitn­is HoldCo, segir að verið sé að skoða hvort máli þrotabúsins gegn fjölmiðlunum Stundinni og Reykjavík Media verði áfrýjað til Hæstaréttar. Meira »

Vill koma skútunni í öruggt skjól

Í gær, 18:48 Rann­sókn lög­regl­unn­ar á Vest­fjörðum á skútuþjófnaði á Ísaf­irði aðfaranótt 14. október er langt komin. Einn er í haldi lögreglu, grunaður um þjófnaðinn, og var hann úrskurðaður í farbann til 12. nóvember. Maðurinn, sem er erlendur, hefur tvívegis verið yfirheyrður vegna málsins. Meira »

Kastaði buxum út um glugga verslunar

Í gær, 18:37 Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í 45 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa í byrjun febrúar á þessu ári stolið buxum að verðmæti um 10 þúsund krónur úr verslun í Hafnarfirði með því að kasta þeim út um glugga í mátunarklefa verslunarinnar. Meira »

Kröfu Isavia hafnað

Í gær, 18:19 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna gjaldtöku Isavia ohf. á ytri rútustæðunum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli, en bráðabirgðaákvörðunin var tekin 17. júlí síðastliðinn. Meira »

Dæmdur í fangelsi fyrir fjölda brota

Í gær, 17:50 Þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir margvísleg brot á borð við líkamsárásir, fjársvik og þjófnað, auk fjölda fíkniefna- og umferðarlagabrota. Umferðarlagabrotin voru alls níu talsins, en í heildina voru ákæruliðirnir hátt í tuttugu talsins. Meira »
Bókhald
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
Til leigu í Vesturbænum
Lítil falleg íbúð, hentar einstaklingi eða pari.Leigist aðeins reglusömum engin ...
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...