Hefði jafnvel átt að segja Ísland úr NATÓ

Guðni Ágústsson.
Guðni Ágústsson. mbl.is/RAX

Jafnvel hefði átt að vísa breska sendiherranum úr landi og Ísland átti þess vegna að segja sig úr NATÓ við þessar aðstæður, þá hefðu aðrar þjóðir áttað sig á því að næstum var verið að fremja á okkur þjóðarmorð. Ísland hefur aldrei farið með ófriði eða vopnavaldi að annarri þjóð,“ segir Guðni Ágústsson, fv. formaður Framsóknarflokksins, í viðtali við Morgunblaðið um aðgerðir sem hann telur að ríkisstjórnin hefði átt að grípa til eftir að Bretar beittu hryðjuverkalögum á Íslendinga.

Í viðtalinu ræðir Guðni um brotthvarf sitt úr stjórnmálum og miðstjórnarfundinn fræga, sem hann segir að hafi valdið sér gríðarlegum vonbrigðum og verið visst áfall sem gerði að verkum að hann sá að hann myndi ekki ná því að binda flokkinn saman og skapa samstöðu innan hans.

„Daginn áður sögðu ungliðarnir mér að þeir myndu leggja mikla áherslu á sátt og samstöðu flokksins og framtíð hans. Annað kom á daginn og öðruvísi andrúmsloft einkenndi fundinn. Það er rétt að mér hitnaði í hamsi,“ segir Guðni. Hann segist genginn af vettvangi stjórnmála og ekki munu sækjast eftir pólitískum frama á ný. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »