Bótafjárhæðin vonbrigði

Breiðavík
Breiðavík mbl.is/Ómar

„Þetta er svo sem í takt við það sem búast mátti við en engu að síður mikil vonbrigði,“ segir Bárður Ragnar Jónsson, formaður Breiðavíkursamtakanna. Ríkisstjórnin hefur í frumvarpi til fjáraukalaga, farið fram á 125 milljóna króna framlag til að greiða bætur vegna misgjörða á vistheimilum fyrir börn. Fyrst og fremst er um að ræða bætur til drengja sem vistaðir voru á Breiðavík um og eftir miðja síðustu öld.

Í frumvarpinu segir að fjárhæðin sé ætluð til að greiða sanngirnisbætur til þeirra sem hafa orðið fyrir varanlegu tjóni á vistheimilum fyrir börn og kostnað úrskurðarnefndar í þeim málum, enda liggi fyrir skýrsla frá svokallaðri Breiðavíkurnefnd um að óforsvaranlega hafi verið staði að málum  við vistun á stofnun eða heimili eða í rekstri þess.

Skilyrði bótagreiðslu er að umsækjandi hafi hlotið varanlegt tjón og leiði líkur að því að það sé vegna vistunar á stofnun eða heimili sem undir lög um Breiðavíkurnefndina fellur, illrar meðferðar eða ofbeldis afhendi starfsmanna þar eða annarra vistmanna. Sérstakri nefnd er ætlað að taka afstöðu til bótakrafna.

Innan við 100 manns eru í þeim hópi sem á bótarétt samkvæmt þessari skilgreiningu. Verst ku ástandið hafa verið á árunum 1952 til 1972. Á fjórða tug manna sem dvöldu á Breiðavík á þeim árum eru látnir. Samkvæmt drögum að frumvarpi sem samið var í forsætisráðuneytinu renna bótagreiðslur til aðstandenda þeirra sem dvöldu á Breiðavík og eiga bótarétt en eru látnir.

Bárður R. Jónsson, formaður Breiðavíkursamtakanna segir það í raun það eina jákvæða sem er að finna í frumvarpsdrögunum.

„Við getum ekki sætt okkur við að þurfa að mæta fyrir nefnd sem skipuð er geðlæknum og lögfræðingum. Mælikvarðinn sem settur er, finnst okkur óviðunandi. Ég hef áður vísað til sambærilegra mála í Noregi og uppgjörs þar og geri enn. Ég tel að það ætti að greiða hverjum og einum sem þarna var vistaður 15 milljónir króna að lágmarki, það eigi eitt yfir alla að ganga. Þetta eru menn sem aldrei hafa náð að fóta sig í lífinu. Leiddust út í áfengis- og fíkniefnaneyslu, afbrot og enduðu í fangelsum. Sumir eru þar enn og aðrir inn og út af geðdeildum,“ segir Bárður R. Jónsson.

Hann segir að ekkert samráð hafi verið haft við Breiðavíkursamtökin eftir að drög að frumvarpi um svokallaðar sanngirnisbætur vegna misgjörða við vistun á opinberum stofnunum eins og Breiðavíkurheimilinu komust í umræðuna. Forsætisráðuneytið átaldi að samtökin hefðu farið með frumvarpið í fjölmiðla án samþykkis eða samráðs við ráðuneytið.

„Ég sendi fyrirspurn um stöðu málsins í byrjun mánaðar en hef engin svör fengið enn. Þeir hafa ekkert rætt við okkur frá 11. ágúst síðastliðnum. Miðað við orðalag fjáraukalaganna þá býst ég ekki við að neitt hafi breyst frá því í sumar. En samráðinu lauk þegar frumvarpsdrögin komust til fjölmiðla,“ segir Bárður R. Jónsson.

Eins og áður segir er sótt um 125 milljónir króna í fjáraukalögum vegna bótagreiðslna og reksturs úrskurðarnefndar. Að því gefnu að 100 einstaklingar eigi rétt til bóta, kemur um eða innan við ein milljón króna í hlut hvers fyrir sig.

„Hvers konar uppgjör yrði það? Mér finnst greinilegt á öllu að athugasemdir okkar við frumvarpsdrögin hafi ekki verið teknar til greina. Stjórnvöld vilja sleppa sem billegast frá þessu. Þetta breytir engu en ég vil að menn geti sagt að bæturnar breyti einhverju, gefi þeim sem urðu fyrir tjóni, nýja von,“ segir Bárður R. Jónsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Búið af aflétta óvissustigi

10:52 Óvissustigi var aflýst í Ólafsfjarðarmúla klukkan átta í morgun og búið er að opna Siglufjarðarveg.   Meira »

Ákvörðun um framboð tekin fljótlega

10:28 Á Sósíalistaþingi í gær var rætt um mögulegt framboð flokksins til sveitastjórna í vor. Mikill fjöldi fundarmanna tók til máls á fundinum, segir í frétt á vef flokksins. Samþykkt var að boða fljótlega til félagsfundar þar sem ákvörðun yrði tekin um framboð til sveitastjórna. Meira »

Slær í 35-40 m/s í hviðum

09:24 Síðdegis í dag verður snjófjúk s.s. á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Undir Eyjafjöllum er spáð austanstormi frá klukkan 17 í dag og í hviðum fer vindhraðinn í allt að 35-40 m/s. Þar verður hvassast í kvöld. Í Öræfum við Sandfell skellur óveðrið á um klukkan 15, segir á vef Vegagerðarinnar. Meira »

49 greind með RS-veirusýkingu

09:00 Alls haf 49 verið greindir með RS-veirusýkingu á veirufræðideild Landspítalans á fyrstu tveimur vikum ársins. Í síðustu viku voru 29 greindir með RV en þar af voru 15 börn á fyrsta og öðru ári. Meira »

Fangageymslur fullar

08:44 Nóg hefur verið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Flestir eru vistaðir vegna ölvunar / annarlegs ástands. Meira »

Snjónum fagnað á skíðasvæðum

08:20 Börn og unglingar fá frítt í allar lyftur í Hlíðarfjalli í dag að tilefni þess að alþjóðaskíðasambandið stendur fyrir degi sem nefnist Snjór um víða veröld. Meira »

Mjög alvarlegt slys í nótt

06:48 Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Arnarnesvegi við Reykjanesbraut í nótt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Óveður á leiðinni

07:08 Spáð er staðbundnu óveðri síðdegis syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austan storm eða jafnvel rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður annars staðar á landinu í dag. Hvessir með úrkomu víðar um land á morgun. Meira »

Spá staðbundnu óveðri

Í gær, 22:36 Spáð er staðbundnu óveðri eftir hádegi á morgun syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða -rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu. Meira »

Eins og rússnesk rúlletta

Í gær, 22:00 „Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmaður Pírata á Suðurnesjum. Meira »

Ásgerður skipar fyrsta sætið

Í gær, 21:38 Alls greiddu 711 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri fékk flest atkvæði eða 534 atkvæði alls, en 463 í fyrsta sætið. Meira »

Fjórir létust úr listeríusýkingu

Í gær, 21:13 Óvenjumargir eða sjö einstaklingar greindust með listeríusýkingu á síðasta ári. Fjórir af þessum sjúklingum létust, þrír af þeim voru eldri einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma en einn var nýfætt barn. Sýkingarnar voru taldar innlendar í sex af þessum tilfellum. Meira »

Blær les Ísfólkið sem verða nú hljóðbækur

Í gær, 19:46 Leikkonan Þuríður Blær Jóhannsdóttir byrjaði í vikunni að lesa upp bækurnar um Ísfólkið en þær verða nú að hljóðbókum. „Ég er svo spennt. Þetta eru 47 bækur, þetta er rosa mikið og mikilvægt hlutverk." Meira »

Landspítalann aldrei jafnöflugur og nú

Í gær, 19:38 Forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, segir að spítalinn hafi aldrei verið öflugri en nú og rangt sé að hann ætli að draga úr starfsemi líkt og fram hafi komið í fréttum. Meira »

Beinbrunasótt greind á Íslandi

Í gær, 18:54 Ungur maður kom í nóvember heim til Íslands eftir að hafa dvalist á Filippseyjum. Hann veiktist á heimleiðinni með hita, skjálfta, niðurgangi og almennum slappleika. Staðfest var með blóðprófi að um beinbrunasótt (Dengue) var að ræða en aðeins einu sinni áður hefur hún greinst hér á landi. Meira »

Mikið framboð af lækna­dópi „sláandi“

Í gær, 19:45 „Mér fannst slá­andi hversu mikið fram­boð er af fíkni­efn­um, sérstaklega af am­feta­míni, kókaíni og lækna­dópi og hversu auðvelt það er að kom­ast í þessa hópa ef maður hef­ur áhuga á því,“ seg­ir Inga Rut Helgadóttir sem skoðaði sölu fíkni­efna á sam­fé­lags­miðlum. Meira »

Tvöfaldur pottur næst

Í gær, 19:27 Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni og verður lottópotturinn tvöfaldur í næstu viku. Einn miðaeigandi var með bónusvinninginn og hlýtur hann 656.100 kr., en miðinn var keyptur í N1, Hafnargötu 86 í Reykjanesbæ. Meira »

27 greindust með HIV í fyrra

Í gær, 18:44 Samtals greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu á árinu 2017. Meðalaldur hinna sýktu er 35 ár (aldursbil 16‒59 ára). Af þeim sem greindust á árinu voru þrjár konur og 18 voru af erlendu bergi brotnir (67%). Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara. Nýbyggingar, viðhald...
Borstofuskápur frá Öndvegi / Heimahúsinu til sölu
Tilboð óskast í borðstofuskáp frá Öndvegi / Heimahúsinu. Skápurinn er 220 x 55 x...
 
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...