Jón Gerald mótmælir í Landsbanka

Jón Gerald Sullenberger tók þátt í mótmælum í Landsbankanum í morgun en það eru fyrstu mótmælin sem hann tekur þátt í á ævinni. Hópur fólks hittist á Austurvelli í morgun og hélt síðan í rekstrardeild Landsbankans við Austurvöll, höfuðstöðvarnar í Austurstræti og útibú bankans á Laugavegi.

Yfirmenn í rekstrardeildinni reyndu að hindra för mótmælenda ínn í skrifstofubygginguna en að öðru leyti voru þeir látnir óáreittir. Jón Gerald segist styðja þessi mótmæli hundrað prósent. Einhverjir mótmælendur héldu á vegaskiltinu Hætta framundan, með nafni Tryggva Jónssonar undir. Jón Gerald segist vilja að Tryggvi Jónsson hætti í bankanum en hann sé að stórskaða ímynd hans og starfsfólkið eigi rétt á því að fá vinnufrið.

Jón Gerald segist ætla að taka þátt í fleiri mótmælaaðgerðum. Hann sé kominn til landsins til að taka þátt í uppbyggingunni.

Bankanum þínum er sama um þig, hrópuðu mótmælendur og einnig borgið ykkar skuldir sjálf.  Í yfirlýsingu frá hópnum er þess krafist  skuldir bankans lendi ekki á íbúm landsins og saklausum börnum. Ekki sé hægt að plata fólk með nýjum kennitölum, og forstjórum, sama fólkið og sama hugmyndafræðin sé við völd. Nú eigi bankastjórarnir að axla þá ábyrgð sem hafi verið forsenda himinhárra launa þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina