„Ég er hreinlega gáttaður"

Tryggvi Jónsson.
Tryggvi Jónsson. mbl.is/ÞÖK

Ný ákæra í Baugsmálinu hafði ekkert með það að gera að Tryggvi Jónsson ákvað að segja upp störfum hjá Landsbankanum í dag. „Ég vissi ekki af ákærunni fyrr en hálffjögur í dag og hún kom mér mjög á óvart," segir Tryggvi. „Ég er hreinlega gáttaður."

Tryggvi segist hafa talið fram sjálfur 2002 og skattrannsóknastjóri ekki talið ástæðu til að senda það hvorki til lögreglu né yfirskattanefndar til sektarmeðferðar.

„Ég sendi framtalið því sjálfur til yfirskattanefndar og fékk endurgreiðslu að hluta," segir Tryggvi.

mbl.is