Ágirntust þeir FS13 ehf.?

KPMG
KPMG mbl.is/Sverrir
Snemma árs 2007 leitar Árni B. Sigurðsson fjárfestir til fyrirtækjasviðs KPMG. Hann sækist eftir aðstoð við að stofna einkahlutafélag og finna fjárfesta til samstarfs um viðskiptahugmynd sína, rekstur viðarkurlsverksmiðju í Króatíu. Úr verður að hann kaupir félag „af lager“ hjá fyrirtækinu CF fyrirtækjasölu, sem er í eigu KPMG. Félagið sem Árni kaupir heitir FS13 ehf.

Nú, tveimur árum síðar, eru tveir starfsmenn KPMG, þeir Ágúst Þórhallsson, lögfræðingur fyrirtækjasviðs ,og Hjörtur J. Hjartar ráðgjafi ákærðir fyrir að reyna að hafa FS13 af Árna með ólögmætum hætti.

Samkvæmt ákæru, útgefinni af saksóknara efnahagsbrota, hafa þeir brotið gegn lögum um einkahlutafélög með því að senda ranga tilkynningu til Fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra (RSK), vegna FS13. Tilkynningin var um breytingu á prókúru, stjórn og firmaritun og um nýjar samþykktir. Í tilkynningunni kemur fram að breytingarnar á félaginu hafi verið ákveðnar á löglegum hluthafafundi, en þeim Ágústi og Hirti átti alltaf að vera ljóst að hann var ólöglegur. Aðkoma Sigurðar Jónssonar, forstjóra KPMG, að málinu vekur líka spurningar um viðskiptasiðferðið innan veggja KPMG.

Málið var tekið fyrir á þriðjudag, 16. desember. Þess skal einnig getið að höfðað hefur verið einkamál gegn Hirti og Ágústi, KPMG hf. og Róberti Melax, til greiðslu tæplega 1,3 milljóna evra auk dráttarvaxta. Það mál verður tekið til meðferðar eftir áramót, en í janúar mun ríkissaksóknari taka afstöðu til þess hvort Ágúst, Hjörtur og Róbert verði ákærðir fyrir brot gegn almennum hegningarlögum.

Róbert Melax til samstarfs

Morgunblaðið hefur gögn málsins undir höndum. Þau sýna að starfsmenn KPMG fengu fjárfestinn Róbert Melax til samstarfs við Árna Sigurðsson og FS13. Róbert er mágur Sigurðar Jónssonar, forstjóra KPMG. Fyrst átti Róbert aðkomu í gegnum félagið Still River Overseas, en síðar tók annað félag, Standhóll ehf., við öllum réttindum þess. Standhóli var formlega stjórnað af starfsfólki Kaupþings í Lúxemborg, samkvæmt samningi við Róbert. Samtals greiddu félög í hans eigu rúmar 1,8 milljónir evra til FS13, og fékk KPMG þóknun frá FS13 í ákveðnu hlutfalli við þá upphæð. 350 þúsund evrur eða rúmar 50 milljónir króna á núvirði. Fljótlega var líka stofnað dótturfélag FS13 í Króatíu. Það nefndist „FS13 d.o.o.“

Á þessu tímabili var fjögurra manna stjórn FS13 skipuð þeim Róberti Melax, Sigrúnu Melax, Árna B. Sigurðssyni og Jóni Magnússyni, lögmanni og þingmanni, sem settist í stjórn Árna til halds og trausts.

Það var svo 12. desember 2007 sem allt fór í háaloft milli aðila samkvæmt gögnum málsins. Árni var þá staddur í Króatíu og vann að viðskiptaáætlun sinni. Á meðan héldu Ágúst Þórhallsson og Hjörtur J. Hjartar ólöglegan hluthafafund í FS13, á starfsstöð KPMG. Niðurstaða fundarins var sú að þeir tveir skipuðu stjórn félagsins, en Hjörtur væri framkvæmdastjóri og prókúruhafi.

Því næst sannfærði Hjörtur forstöðumann fyrirtækjasviðs Ríkisskattstjóra, Skúla Jónsson, um að taka við fyrrgreindri tilkynningu, þar eð skrifleg staðfesting fyrri stjórnar FS13 bærist fljótlega.

Sama dag byrjaði Hjörtur að selflytja peninga út úr FS13, samkvæmt kæru í einkamálinu. Hún var lögð fram 27. maí síðastliðinn.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vilja aðgerðir en lítið hefur gerst

09:53 Fjölmargir forystumenn í íslenskum stjórnmálum hafa lýst þeirri skoðun sinni opinberlega á undanförnum árum að nauðsynlegt sé að taka umfangsmikil jarðakaup hér á landi til skoðunar með það fyrir augum að setja þeim ákveðnar skorður. Þá ekki hvað síst forystumenn núverandi ríkisstjórnarflokka. Lítið hefur hins vegar gerst. Meira »

Hamsturinn kominn heim

08:28 Hamstur, sem lenti í átökum við kött í Reykjanesbæ í fyrradag, er kominn í hendur eiganda síns. Þessu greinir lögreglan á Suðurnesjum frá á facebooksíðu sinni. Meira »

Fuglalífið blómstrar í borginni í sumar

08:18 Náttúran skartar sínu fegursta þessa dagana og þar er fuglalífið engin undantekning. Víða eru komnir ungar og þeir sem fyrst komust á legg í vor eru löngu orðnir fleygir. Meira »

Hvött til að stofna nýtt framboð

08:01 „Ég ætla ekki að fara í opinber rifrildi við fyrrum samstarfsfólk,“ segir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata og einn stofnenda flokksins, á facebooksíðu sinni. Meira »

625 nemendur í skóla fyrir 450

07:57 Marta Guðjónsdóttir og Örn Þórðarson, fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur, hafa óskað eftir aukafundi í ráðinu sem fyrst vegna málefna Norðlingaskóla og annarra skóla þar sem stefnir í að skólastarf verði í uppnámi við skólabyrjun í haust. Meira »

Átti í ágreiningi vopnaður hnífi

07:42 Horfa þurfti í ýmis horn hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og í nótt. Í mörgum tilfellum vegna einstaklinga undir áhrifum vímuefna. Meira »

Drottningin langa bakkaði að bryggjunni

07:37 Það fjölgaði mjög í höfuðborginni í gærmorgun þegar farþegar skemmtiferðaskipsins Queen Mary 2 stigu frá borði og lögðu af stað í skoðunarferðir. Farþegarnir eru alls 2.630 og fóru þeir flestir í skipulagðar ferðir. Meira »

Eignarhaldið virðist vera á huldu

07:30 Hér um bil 60 jarðir á Íslandi eru komnar í eigu erlendra fjárfesta og viðskiptafélaga þeirra. Talningin byggist á fasteignaskrá og fréttum og gæti talan verið hærri. Með kaupunum hafa fjárfestarnir eignast stór svæði í nokkrum landshlutum og tilheyrandi veiðiréttindi. Meira »

Loftrýmisgæsla NATO hefst á ný

05:30 Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast að nýju með komu flugsveitar bandaríska flughersins.  Meira »

Nú hillir undir byggingu ódýrari íbúða

05:30 Sex aðilar hyggjast hefja byggingu á ódýrari íbúðum fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur á næstunni, ef áform og fjármögnun ganga eftir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »

Ákvörðunin kemur á óvart

05:30 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), kom af fjöllum spurð hvort það setti ekki þrýsting á SÍS að Reykjavíkurborg hefði ákveðið að greiða öllum starfsmönnum sínum 105 þúsund króna eingreiðslu 1. ágúst, vegna tafa á viðræðum um nýja kjarasamninga. Meira »

Útboð vegna Stjórnarráðslóðar stendur

05:30 Minjastofnun Íslands fékk í síðustu viku umsókn um rannsóknarleyfi á Stjórnarráðsreitnum frá VG-fornleifarannsóknum, sem eru undirverktaki hjá Hellum og lögnum ehf. sem buðu lægst. Meira »

Orkupakkamálið líklegasta skýringin

05:30 Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins nú 19%. Er þetta minnsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með í könnun MMR til þessa. Meira »

Leki á tveimur stöðum á Seltjörn

05:30 Leki kom upp á tveimur stöðum á hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesi sem vígt var í febrúar. Kristján Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vigdísarholts, félags á vegum ríkisins sem rekur Seltjörn, segir að aðeins sé um smit að ræða sem sé óverulegt og trufli ekki starfsemina. Meira »

Bræðurnir vissu ekki hvor af öðrum

05:30 Natan Dagur Berndsen, 10 ára íslenskur strákur, hitti hálfbróður sinn, Isak Ahlgren, í fyrsta sinn í Svíþjóð í fyrradag. Natan Dagur, Isak og 10 ára drengur í Danmörku eru allir getnir með gjafasæði sama manns. Meira »

Fjölmenn skötumessa

Í gær, 23:12 „Þetta var ótrúlega magnað, það hafa aldrei áður mætt svona margir,“ sagði Ásmundur Friðriksson, alþingismaður og frumkvöðull Skötumessunnar í Garðinum. Fjölmennasta Skötumessan til þessa var haldin á miðvikudagskvöld í Miðgarði Gerðaskóla. Meira »

Malbikunin gengið „gríðarlega vel“

Í gær, 22:32 Áætlað er að malbikun á Hellisheiði ljúki um kl. 4 í nótt og verður þá opnað fyrir alla umferð bæði til austurs og vesturs.   Meira »

Sér ekki eftir ákvörðunum Isavia

Í gær, 21:58 „Vélin er farin, ekki af því að við gerðum eitthvað rangt, heldur út af því að héraðsdómur úrskurðaði með röngum hætti,“ segir Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia í samtali við mbl.is. Hann segist ekki sjá eftir þeim ákvörðunum sem Isavia hafi tekið í málinu. Meira »

Æðardúnninn sama gamla kókaínið

Í gær, 21:22 Bandarískur rithöfundur nokkur er allra manna meðvitaðastur um að góð vísa er aldrei of oft kveðin. Hann slær því upp í blöðum æ ofan í æ, nú í Guardian, að íslenskur æðardúnn sé kókaín Íslendinga. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...