Starf innri endurskoðanda laust

mbl.is

„Ég hef einfaldlega ákveðið að hætta og læt af störfum um áramótin,“ segir Brynjólfur Helgason, sem í október sl. var ráðinn í starf innri endurskoðanda Landsbankans, en hann stýrði áður alþjóðasviði bankans.

Starf innri endurskoðanda bankans er auglýst laust til umsóknar í Morgunblaðinu í dag. Brynjólfur vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið og vísaði á Atla Atlason, framkvæmdastjóra starfsmannasviðs Landsbankans. Í samtali við mbl.is sagði Atli það ákvörðun Brynjólfs sjálfs að hætta. Að sögn Atla er það ákvörðun bankaráðs Landsbankans að auglýsa starfið, en það er bankaráð sem ræður í starf innri endurskoðanda bankans. Bendir hann á að bankaráðið ráði aðeins beint í tvö störf innan bankans, annað þeirra er starf innri endurskoðanda hitt er staða bankastjóra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert