Ekið var á dreng á reiðhjóli

Meiðsl drengsins eru óveruleg.
Meiðsl drengsins eru óveruleg. Friðrik Tryggvason

Ekið var á dreng á reiðhjóli á gatnamótum Sæbrautar og Súðarvogs á fjórða tímanum í dag. Var drengurinn með meðvitund þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang og var það mat þeirra að meiðsl hans væru óveruleg. Hann var þó fluttur á slysadeild til skoðunar, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina