Ísland áhrifalaus útkjálki?

Styrmir Gunnarsson.
Styrmir Gunnarsson. Mbl.is / Þorvaldur Örn Kristmundsson

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, skrifar grein á vefinn evropunefnd.is sem er vefsíða Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins, um fyrstu drög utanríkis- og varnarmálahóps Evrópunefndarinnar og gagnrýnir það sem þar kemur fram. Styrmir segir í grein sinni að hagsmunir Íslands í utanríkismálum verði betur tryggðir með því að þjóðin standi utan ESB og segist ekki telja að það eigi að verða utanríkispólitískt markmið Sjálfstæðisflokksins, að gera Ísland að áhrifalausum útkjálka í útjaðri Evrópu.

Grein Styrmis

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert