„Óverjandi aðgerðir“

Lík lögreglumanna úr liði Hamas eftir árásirnar á Gasaströndinni í …
Lík lögreglumanna úr liði Hamas eftir árásirnar á Gasaströndinni í dag. Reuters

Ingibjörg Sòlrùn Gísladóttir utanríkisràðherra telur hernaðaraðgerðir Ísraels à Gazaströndinni í dag óverjandi, að því er segir í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu í dag.

„Þó að Israel standi frammi fyrir öryggisógn og að àkvörðun Hamas um að segja sig fra vopnahlei sé röng verða viðbrögð að vera í samræmi við hættu eins og alþjóðleg mannúðarlög krefjast,“ segir í tilkynningunni.

„Alþjóðasamfélagið getur ekki lengur látið óàtalið að mannréttindi og alþjóðlegar skuldbindingar séu fótum troðnar á Gasasvæðinu. Ísland styður að málið verði tekið til umfjöllunar á vettvangi öryggisráðsins og að deiluaðilar verði kallaðir til raunverulegrar ábyrgðar og látnir standa við fyrirheit sín.“

mbl.is
Loka