Varaformaður LÍÚ veltir áherslum ESB fyrir sér

Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Brussel.
Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Brussel. AP

„Hvers vegna er fiskveiðiauðlindin eina auðlindin sem Evrópusambandið stjórnar sameiginlega?" spyr Eiríkur Tómasson, varaformaður LÍÚ, í samtali við vefsíðu sambandsins. Hann segist hafa velt þessu mikið fyrir sér og komist að því að skýringanna sé fyrst og fremst að leita í sögubókum og langvarandi deilum um nýtingu Norðursjávarins.

Eiríkur vekur athygli á því að í dag sé engin þjóð, sem telur fiskistofna til helstu auðlinda sinna, innan Evrópusambandsins. Norðmenn haldi sig utan ESB vegna fiskveiðiauðlinda sinna. Þeir hafi tvívegis farið „samningaleiðina" og í bæði skiptin hafi norska þjóðin hafnað inngöngu í sambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sjá nánar á vef LÍÚ

mbl.is