Hörður Torfason maður ársins á Rás 2

Hörður Torfason
Hörður Torfason Kristinn Ingvarsson

Hörður Torfason hefur verið valinn maður ársins á Rás 2 með 20% atkvæða. Hörður fór mikinn seinnipart ársins en hann sá um að skipuleggja vikuleg mótmæli á Austurvelli í haust. 

Alls bárust rúmlega 130 tilnefningar. Meðal þeirra sem fengu eitt atkvæði voru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Jón Gnarr grínisti, Baggalútur, Gunnar í Laugarásvídeó og Annþór Karlsson.

Þeir sem fengu heldur fleiri atkvæði voru Logi Geirsson, landsliðsmaður í handbolta, Laddi, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Jón Bjarki Magnússon, fyrrverandi blaðamaður á DV, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari.

Í öðru sæti yfir mann ársins var íslenska handboltalandsliðið. Þar næst kom Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta, því næst Jón Ásgeir Jóhannesson, Geir H. Haarde, Davíð Oddsson, Benedikt Hjartarson sundkappi, Björk Guðmundsdóttir, Ólafur F. Magnússon og loks var Jóhannes Jónsson kaupmaður í 10. sæti.

Hörður Torfason við mótmæli á Austurvelli.
Hörður Torfason við mótmæli á Austurvelli. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert