Umsókn í þjóðaratkvæði?

Forsætisráðherra telur koma til greina að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort ganga eigi til aðildarviðræðna við Evrópusambandið, til þess að ríkisstjórnin hafi fyrirfram skýrt umboð til þess. Telur hann eðlilegast að setja sérstök lög um slíka atkvæðagreiðslu strax í febrúar og ganga til þjóðaratkvæðis nokkrum vikum síðar.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, setur þessar hugmyndir fram í áramótagrein sinni í Morgunblaðinu í dag. Segir hann að ef niðurstaðan yrði sú að ganga til aðildarviðræðna þyrfti þegar að hefja undirbúning þeirra með aðkomu allra stjórnmálaflokka. Geir telur sjálfgefið að niðurstöður aðildarviðræðna yrðu bornar undir þjóðina í atkvæðagreiðslu.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, segir í sinni áramótagrein að Samfylkingin telji að hagsmunum Íslendinga sé best borgið í samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir innan Evrópusambandsins og vonar að forsendur séu að skapast á stjórnmálasviðinu fyrir því að hægt verði að sækja um aðild á fyrri hluta næsta árs. „Það væri besta áramótaheit sem íslensk stjórnvöld gætu gefið þjóðinni,“ segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert