Fundu loðnu norður af Langanesi

Áhöfnin á Faxa RE-9 fann í nótt loðnu norðaustur af Langanesi. Þrjú fjölveiðiskip eru við loðnuleit, auk rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar.

Samkvæmt frétt á heimasíðu áhafnar Faxa RE fannst loðnutorfan um klukkan 3:30 í nótt.

„Faxi var að fá fyrstu sýnin um borð hjá sér og var sú prufa tekin NA af Langanesi. Það er eitthvað líf að sjá en við ætlum nú ekki að fara að gefa út kvóta alveg strax, þó að við glaðir vildum. Við tókum þessa torfu upp fyrir hafró á magnaða dýptamælinn okkar. En núna er leitinni haldið áfram hjá okkur, búið að taka allar mælingar úr sýninu og setja á gott form. Nú vonumst við bara til að finna meira til að mæla. Allt er þetta gert í þágu vísindanna,“ segir á heimasíðu áhafnar Faxa RE-9.

Heimasíða áhafnar Faxa RE-9

mbl.is

Bloggað um fréttina