Ekkert nýtt að sjávarútvegur skuldi í útlöndum

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ.
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. mbl.is/Eyþór

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir í samtali við Útveginn að það sé engin nýlunda að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki skuldi erlendum aðilum fjármuni enda hafi þau verið fjármögnuð með erlendu lánsfé í meira en hundrað ár. 

„Jón forseti RE 108, fyrsti togarinn sem smíðaður var fyrir okkur Íslendinga og kom til landsins 1907, var fjármagnaður með erlendu lánsfé og svo hefur verið alla tíð síðan,” segir Friðrik.

Hann segir að andstæðingar kvótakerfisins, sem sé grundvöllur velgengni íslensks sjávarútvegs, hafi undanfarið látið að því liggja að aflaheimildir geti komist í hendur erlendra aðila.  Friðrik segir það sérstakt að þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður sjávarútvegsnefndar, sem hefur haldið þessu fram, skuli ekki vera betur að sér í lögum sem Alþingi hefur sett en raun ber vitni. 

„Komi til þess að erlendur aðili, sem á veð í íslensku fiskiskipi með aflaheimildum, þurfi að leysa það til sín er honum skylt að selja það innan 12 mánaða.  Honum er ekki heimilt að gera skipið út. Flóknara er það ekki,” segir Friðrik J. Arngrímsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert