S-lyfjakostnaður LSH jókst um 39,6%

Kostnaður við S-merkt lyf stóreykst
Kostnaður við S-merkt lyf stóreykst Sverrir Vilhelmsson

Kostnaður Landspítala við lyf sem eingöngu eru til sjúkrahúsnota (svonefnd S-lyf) jókst um 39,6% á fyrstu ellefu mánuðum ársins samanborið við sama tímabil árið 2007. Nam kostnaðurinn rúmum 2,7 milljörðum króna en var tæpir tveir milljarðar á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2007.

Kostnaður við önnur lyf jókst um 10,4% á sama tímabili og nam rúmum 1,1 milljarði króna samanborið við rúman einn milljarð króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2007.

Alls námu gjöld LSH 36,5 milljörðum króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2008 en áætlun gerði ráð fyrir þau næmu tæpum 34 milljörðum króna. Tekjurnar námu 34,2 milljörðum króna sem er heldur meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Útgjöld umfram sértekjur og fjárheimildir eru 2,3 milljarðar króna sem er 6,8% umfram áætlun. Þetta kemur fram í starfsemisupplýsingum LSH.

Sjá starfsemisupplýsingarnar í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina