Stal sér í svanginn

Maðurinn verður vakinn fljótlega og yfirheyrður.
Maðurinn verður vakinn fljótlega og yfirheyrður.

Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók karlmann snemma í morgun en rökstuddur grunur er um að hann hafi brotist inn í matvöruverslun í morgun. Maðurinn sem var verulega ölvaður sefur enn í fangaklefa. Yfirheyrslur hefjast fljótlega.

Að sögn varðstjóra stal maðurinn sér ýmsu matarkyns af vörulager verslunarinnar. Hann hefur áður komið við sögu lögreglunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina