Heimsókn Ísraela til Íslands afþökkuð

Ísraelskur skriðdreki á Gaza.
Ísraelskur skriðdreki á Gaza. Reuters
Ísraelar hafa tilkynnt íslenskum yfirvöldum að menntamálaráðherra landsins sé væntanlegur til Íslands á þriðjudag. Tilgangurinn sé að greina Íslendingum frá hlið Ísraela í stríðsátökunum á Gaza. Utanríkisráðuneytið hefur tjáð Ísraelum að slík heimsókn sé óviðeigandi.

Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir að Ísraelar hafi haft samband við ráðuneytið í morgun. „Þeir tilkynntu okkur það að menntamálaráðherrann væri á leiðinni,“ segir hún í samtali við mbl.is.

Þetta hafi ekki verið ósk um að fá að koma í heimsókn - líkt og sé venja í diplómatískum samskiptum -  heldur hafi ísraelsk stjórnvöld einfaldlega tilkynnt um komu sína. 

„Í ljósi þess að íslensk stjórnvöld hafa fordæmt þessar árásir og hafa af þeim þungar áhyggjur, og þungar áhyggjur af því hversu margir óbreyttir borgarar hafa látið lífið, var þeim skilaboðum komið á framfæri til ísraelskra stjórnvalda að það sé ekki rétt að hátt settir aðilar fundi fyrr en Ísrael hefur orðið við kröfu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna [og hætti árásum sínum á Gaza],“ segir Urður.

Ekki liggur hver viðbrögð Ísraela verða við þessum boðum íslenskra stjórnvalda.

Fjallað er um málið á fréttavef blaðsins Yedioth Ahronoth í dag og þar kemur fram að Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hafi ákveðið að senda ráðherra í leiðangur til Evrópuríkja þar sem almenningsálitið er ekki Ísraelsmönnum í hag. Eiga þeir að leggja af stað eftir ríkisstjórnarfund á sunnudagsmorgun.

Blaðið segir, að ráðherrarnir muni hitta leiðtoga erlendra ríkjanna og koma fram í fjölmiðlum þar. Um er að  Meir Sheetrit, innanríkisráðherra, Shaul Mofaz, samgönguráðherra, Isaac Herzog, félagsmálaráðherra, Yuli Tamir, menntamálaráðherra, Daniel Friedmann dómsmálaráðherra og Avi Dichter, sem fer með öryggismál.

Til stóð að Tamir kæmi til Íslands en hann mun einnig fara til Írlands þar sem Ísraelsmenn hafa að undanförnu sætt mikilli gagnrýni af hálfu stjórnvalda og í fjölmiðlum. Í gær sendi 41 írskur þingmaður frá sér yfirlýsingu þar sem hvatt var til þess að vopnahlé verði samið á Gaza án tafar. Var því jafnframt lýst yfir að viðbrögð Ísraelsmanna á Gaza væru allt of hörð. 

Fréttavefurinn hefur eftir Sheetrit, sem verður sendur til Belgíu, að hann skilji ekki hvers vegna heimurinn sé á móti aðgerðum Ísraelsmanna á Gasa. „Enginn ætti að kvarta við okkur yfir eyðileggingunni á Gaza, heldur ættu þeir að tala við Hamas. Við hverju búast þeir? Að hús verði reist á stríðstíma?"

Sheetrit segist ætla að koma því á framfæri við Belga, að Ísraelsmenn hafi ekki átt upptökin. „Evrópa og NATO brugðust eins við í Kosovo, Bandaríkjamennirnir í Fallujah, og við erum að reyna að tryggja öryggi borgaranna. Golda Meir (fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels) sagði eitt sinn, að við getum fyrirgefið Aröbum ef þeir drepa syni okkar en við getum ekki fyrirgefið þeim að þeir neyða okkur til að drepa börn þeirra."
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Búinn að sofa sáralítið í nótt“

09:53 „Við héldum í gær að þetta væri að minnka, en svo byrjaði það aftur um kvöldmatarleytið í gærkvöldið og er búið að vera í alla nótt,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, sem líkt og aðrir Grímseyingar varð vel var við jarðskjálfta upp á 5,2 í morgun. Meira »

„Eins og maður sé frægur“

08:47 „Það er eins og maður sé frægur,“ segir Karel Gunnarsson um áhrifin er hann verður fyrir af notkun samfélagsmiðla á borð við Instagram og Snapchat. Ungt fólk í dag er fyrsta kynslóðin sem hefur alist upp með snjallsíma í höndunum en langtímaáhrif af notkun þeirra eru óþekkt og tilefni til rannsókna. Meira »

Bannað að fara í sumarfrí

08:37 Við köllum hana orðið bolta-sendiherrann okkar því hún stóð vaktina í Frakklandi þegar íslenska landsliðið tók þátt í sögulegu Evrópumóti þar í landi. Nú er hún sendiherra landsins í Rússland og nýtir dýrmæta reynslu þaðan. Til að mynda fær starfsfólkið ekki að fara í sumarfrí fyrr en að móti loknu. Meira »

Áhugi á háhýsi í Breiðholti

08:18 Áhugi er á byggingu 15 hæða háhýsis við Eddufell 2-6 í Breiðholti. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Breiðholtsblaðsins, sem kom út á dögunum. Meira »

Lífsgæðasetur á St. Jóefsspítala

07:57 St. Jósefsspítali mun hýsa lífsgæðasetur, gangi hugmyndir starfshóps á vegum Hafnarfjarðarbæjar eftir.   Meira »

Stærsti skjálftinn hingað til

07:50 Jarðskjálfti sem talið var að væri 4,6 stig reyndist vera 5,2 stig og er þetta stærsti skjálftinn sem hefur mælst við Grímsey síðan jarðskjálftahrinan hófst. Fólk fann skjálftann víða og allt vestur í Skagafjörð segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

Þrýsta á stjórnvöld varðandi sálfræðiþjónustu

07:06 Samband íslenskra framhaldsskólanema hóf í gær herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Meira »

Íbúðum á landinu fjölgar of hægt

07:37 Íbúðum á Íslandi fjölgaði um 1.759 í fyrra en um 1.580 árið áður. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá sem Íbúðalánasjóður birti á heimasíðu sinni fyrir helgi. Meira »

Mjög hált á höfuðborgarsvæðinu

06:50 Mjög hált er á gangstéttum og stígum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ og borgar sig að fara varlega. Ekki hefur verið tilkynnt um neitt vatnstjón enn sem komið er, segir varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Skjálfti upp á 4,6 stig

06:11 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og hafa tveir stórir skjálftar, 4,4 stig og 4,6 stig, mælst á sjötta tímanum.  Meira »

Verslun mætir mótbyr

05:30 Könnun sem rannsóknarfyrirtækið Zenter gerði fyrir Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) leiðir í ljós að tæpur þriðjungur landsmanna segist bera lítið eða ekkert traust til verslunar á Íslandi. Meira »

Jafnt hlutfall kynja í Viðskiptaráði

05:30 Á aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku var samþykkt að leiða í lög ráðsins ákvæði um kynjakvóta í stjórn.  Meira »

Vilja þrýsta á um vegaúrbætur

05:30 „Það hefur færst aukinn kraftur í umræðuna um umferðaröryggi á Kjalarnesi undanfarnar vikur og Kjalnesingar ýta á úrbætur. Þess vegna legg ég fram á morgun tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn um úrbætur í vegamálum á Kjalarnesi.“ Meira »

Aldrei fleiri skráðir í VG

05:30 Félagsmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs eru nú 6.010 og hafa aldrei verið fleiri.   Meira »

Vonaði að kirkjan stæði með börnum

05:30 Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrsti flutningsmaður frumvarps á Alþingi um að gera umskurð á drengjum refsiverðan, segist hafa vonast til þess að þjóðkirkjan tæki afstöðu með börnum og frelsi þeirra og öryggi frekar en trúarbrögðum. Meira »

Fjölgun um einn hóp kostar 180 milljónir

05:30 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa frá því í byrjun desember borist tæplega 50 tilkynningar um innbrot í heimahús.  Meira »

Daníel verðlaunaður

05:30 Tónskáldið Daníel Bjarnason hlaut í gær Norrænu tónskáldaverðlaunin fyrir tónlist sína við kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu. Verðlaunin voru afhent í Berlín við hátíðlega athöfn. Meira »

Hrinan mjög óvenjuleg

05:30 Ekkert lát er á jarðhræringunum í grennd við Grímsey, á svonefndu Tjörnesbrotabelti. Í gær mældust þar sex skjálftar yfir þremur stigum. Meira »
Akureyri - vönduð íbúðagisting
Vönduð og vel útbúin íbúðagisting. Uppábúin rúm, net og lokaþrif. Komdu á norður...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óska...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...