Jafnrétti er ekki forgangsmál í íslensku samfélagi

Kristín Ástgeirsdóttir.
Kristín Ástgeirsdóttir. mbl.is/Golli

Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, vék að kynbundnum launamun í ræðu sinni á Jafnréttisþingi í dag. Einn af sérfræðingum Jafnréttisstofu hefur verið að kanna hvers vegna svo fáir karlar afla sér endurmenntunar og raun ber vitni. „Svarið er einfalt,“ sagði Kristín. „Þeir hafa ekki efni á því. Konur þeirra hafa svo lág laun að þeir hafa ekki efni á að taka sér frí frá vinnu. Launamisrétti kynjanna bitnar líka á körlum.“

Yfirskrift ræðu Kristínar var: Jafnrétti kynjanna - lúxus eða þjóðhagsleg nauðsyn. Kristín sagði að brátt verði haldin stór ráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Við undirbúning hennar hafi Norðurlöndin hugað að áhrifum loftslagsbreytinga á kynin hvort um sig. Kristín sagði að í umræðu um loftslagsmál mætti greina flest viðfangsefni sem eru hvað brýnust til að tryggja jafnrétti kynjanna. Karlar stýri nánast allri stefnumótun í umhverfismálum, nýtingu náttúruauðlinda og ráði aðgangi að þeim. „Staðreyndin er sú að það eru konur sem líða í mun ríkara mæli en karlar fyrir náttúruhamfarir og umhverfisbreytingar,“ sagði Kristín. Eins sagði hún að vopnuðum átökum fylgi kynbundið ofbeldi. Konur og börn séu 70% flóttamanna í heiminum. Eins eru þær oftar en karlar fórnarlömb mansals. Mun fleiri konur en karlar farist í jarðskjálftum. Eftir flóðbylgjuna í Asíu um jólin 2004 kom í ljós að miklu fleiri konur en karlar höfðu farist.


Kristín vék að ástandinu hér á landi og spurði hvort við ætluðum að hjakka áfram í sama farinu, hörfa til baka eða nýta þau tækifæri sem framundan eru til að skapa raunverulega nýtt Ísland. Hún benti á að þótt konur væru settar í bankastjórastöður tveggja banka á liðnu hausti hafi karlar verið í nær öllum öðrum æðstu stöðum bankanna. Engu hafi átt að breyta þrátt fyrir áminningar félagsmálaráðherra og Jafnréttisstofu. Síðan hafi komið í ljós ótrúlegt launamisrétti sem þrifist hafði innan bankanna í skjóli launaleyndar.
„Jafnrétti kynjanna er því miður ekki forgangsmál í íslensku samfélagi,“ sagði Kristín. „Meira að segja ráðherrar, þeir sem eiga að ganga á undan með góðu fordæmi, virða ekki lög um jafnrétti kynjanna. Samanber skipan í bankaráð ríkisbankanna þriggja. Aðeins eitt þeirra er skipað í samræmi við 15. grein jafnréttislaga.“ Þar segir að hlutur hvors kyns um sig skuli ekki vera minna en 40%. Kristín sagði það eiga að vera í hverri einustu stjórn en ekki í þeim samanlagt. „Ef við spornum ekki við og gerum jafnrétti og jafna stöðu kynjanna að forgangsmáli er hætt við að allt fari aftur í sama farið á nýja Íslandi,“ sagði Kristín.


Hún rifjaði upp frönsku byltinguna 1789 en þar kom fram fyrsta skipulagða kvennahreyfingin sem krafðist réttinda konum til handa. Kristín sagði að konur hafi þá fengið ýmis réttindi en svo hafi mælirinn orðið fullur. Forystukonurnar hafi verið teknar af lífi og síðan var samþykkt 1795 að hvar sem fleiri en fimm konur kæmu saman undir berum himni væri um ólöglegan útifund að ræða og þær skyldu handteknar. Þessi saga hafi endurtekið sig hvað eftir annað síðan þá.
Hér á landi þarf að grípa til markvissra aðgerða til að jafna hlut karla og kvenna í áhrifastöðum, að mati Kristínar.

„Ég mæli með kvótum,“ sagði Kristín. Hún vísaði þar til kvóta eins og þeirra sem 15. grein jafnréttislaga kveður á um varðandi nefndir, stjórnir og ráð. „Bréf og tilmæli duga skammt og við ætlum ekki að bíða til eilífðar á nýja Íslandi,“ sagði Kristín og uppskar lófatak ráðstefnugesta. „Kvótar snúast ekki um það að koma óhæfum konum til valda, heldur um að brjóta niður aldagamlar hefðir, valdakerfi og ríkjandi kynjakerfi.“


Á þessu ári verða liðin 100 ár frá því að allar konur fengu kosningarétt og kjörgengi til sveitastjórna á Íslandi. Þetta gerðist ári eftir að listi kvenna vann stórsigur í bæjarstjórnarkosningum í Reykjavík og kom fjórum konum að.
„Hugsum okkur að þær Katrín Skúladóttir Magnússon, Þórunn Jónassen og Bríet Bjarnhéðinsdóttir, konurnar sem voru í þremur efstu sætum kvennalistans árið 1908, hittust í himaríki, þar sem þær eru örugglega allar klæddar peysufötunum sínum, settust saman á ský og horfðu niður til okkar á ísaköldu landi. Ég held að þær myndu spyrja:

„Af hverju eruð þið ekki komin lengra? Skilaði barátta okkar ekki meira en þessu? Hvað varð um arfinn sem við lögðum ykkur í hendur? Til hvers voru öll þessi réttindi ef þau voru ekki nýtt? Af hverju standa ekki konur og karlar hlið við hlið við að byggja upp jafnstöðusamfélagið? Af hverju eru karlar ekki að ræða og skoða stöðu sína eins og karlarnir í Noregi? Og þið góðu konur, ætlið þið að láta karla um að móta nýja Ísland?“ Nei, nú er tækfærið til að skapa, nú er tækifærið til að breyta. Lærum af gömlu konunum sem gripu til sinna ráða og ruddu lýðræði, kvenfrelsi og jöfnuði braut. Við verðum að finna okkar leiðir. Ekki á morgun heldur strax! Jafnrétti kynja þolir enga bið! Börnin eiga það skilið, umhverfið krefst þess, framtíðin kalla á það til þess að íslenskt samfélag lifi af og verði það fyrirmyndarsamfélag sem við skuldum okkur sjálfum og þeim baráttukonum og körlum sem gengu á undan okkur,“ sagði Kristín.


Innlent »

Gul viðvörun á morgun

22:51 Gul viðvörun er í gildi vegna hríðarveðurs annað kvöld á Suðurlandi, Vesturlandi og Suðvesturlandi. Samkvæmt Veðurstofu Íslands mun á morgun ganga í suðaustan 15-23 m/s undir kvöldið með snjókomu eða slyddu og síðar rigningu á láglendi. Búast má við erfiðum akstursskilyrðum vegna takmarkaðs skyggnis og snjó- eða krapaþekju. Meira »

Sara keppir um sæti á heimsleikunum

22:20 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, afrekskona í crossfit, fór vel af stað á öðrum keppnisdegi af þremur á Wodapalooza-mótinu sem fram fer í Miami um helgina. Sigurvegari á mótinu öðlast þátttökurétt á heimsleikunum í crossfit í ágúst. Meira »

Ísland eins og Havaí árið 1960

21:35 Erlendur Þór Magnússon gekk á Öræfajökul þegar hann var tólf ára gamall og renndi sér niður á snjóbretti. Þetta var árið 1995. Núna er hann meira fyrir sjó en snjó og leitar uppi öldur í kringum landið auk þess að mynda brimbrettafólk við iðju sína. Meira »

Viðtalið ekki á fölskum forsendum

21:26 Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, segir að ljóst sé að viðtal sem tekið var við Elínu Björg Ragnarsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka fiskiframleiðenda og útflytjenda og birt í fréttaskýringarþættinum Kastljósi árið 2012 hafi ekki verið tekið á fölskum forsendum. Meira »

Línumaður Þjóðverja tók yfir Twitter

21:10 Ísland hóf leik í millriðli 1 á heims­meist­ara­móti karla í hand­bolta þegar þeir mættu heima­mönn­um í Þýskalandi í Lanx­ess Ar­ena í Köln í kvöld. Líkt og í fyrri leikjum liðsins á mótinu fóru íslenskir Twitter-notendur mikinn og hér má sjá brot af því besta sem gekk á á meðan leiknum stóð. Meira »

Tveir með annan vinning

19:51 Tveir lottóspilarar fengu annan vinning í útdrætti Lottó í kvöld og hlutu þeir 166 þúsund krónur hvor. Voru miðarnir seldir á N1 Stórahjalla og í áskrift. Meira »

Ætla í aðgerðir gegn ágengum plöntum

19:24 Á næstunni verða mótaðar tillögur að aðgerðum gegn ágengum plöntum hjá Akureyrarbæ, en ástæða þess er að bregðast við útbreiðslu lúpínu og kerfils í Krossanesborgum og Hrísey. Krossnesborgir er fólkvangur og útivistarsvæði rétt norðan við Akureyri. Meira »

Mynduðu hjarta og minntust Ada­mowicz

18:39 Tugir manna komu saman við Reykjavíkurtjörn í dag til að minnast Pawel Ada­mowicz, borgarstjóra Gdansk í Póllandi, sem lést á mánudag, eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu­árás á góðgerðarviðburði kvöldið áður en hann var stung­inn í viðurvist hundraða vitna er hann flutti ávarp á sam­kom­unni. Meira »

Himinlifandi skýjum ofar eftir árangurinn

18:25 Rögnvaldur Ólafsson glímukappi fór glaður frá München í Þýskalandi í gær eftir að hafa séð íslenska handboltalandsliðið tryggja sér sæti í 12 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Meira »

Munu baunir bjarga mannkyni?

18:15 Hafragrautur í morgunmat, hrísgrjón í hádeginu og baunir í kvöldmat. Kjöt á nokkurra vikna fresti til hátíðabrigða. Einhvern veginn svona gæti matseðill þorra mannkyns litið út árið 2050, gangi ráðleggingar 37 sérfræðinga frá 16 löndum á sviði heilsu- og umhverfisverndar eftir. Meira »

Lét greipar sópa í fríhöfninni

17:51 Erlendur karlmaður var stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðastliðinn sunnudag vegna gruns um að hann hefði látið greipar sópa í fríhöfninni. Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn, sem átti bókað flug til London, og flutti hann á lögreglustöð. Meira »

Grafalvarlegt mál ef um „fréttafölsun“ er að ræða

17:37 „Það er engin spurning að þetta er grafalvarlegt mál eins og Elín Björg lýsir málavöxtum,“ segir Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri. Meira »

Kröfugerð SGS nú hluti af stefnu flokksins

16:50 Í dag var samþykkt á félagsfundi Sósíalistaflokks Íslands að fella kröfugerð Starfsgreinasambandsins gagnvart stjórnvöldum inn í málefnastefnu flokksins. Vísað er til þess að kröfugerð SGS hafi verið samþykkt af félögum sem hafi tæplega 60 þúsund félagsmenn. Meira »

Jensína orðin elst allra

16:20 Jensína Andrésdóttir náði þeim áfanga í dag að verða elst allra Íslendinga sem hafa búið hér á landi. Jensína, sem býr á Hrafnistu í Reykjavík, er 109 ára og 70 daga í dag og er vakin athygli á þessum tímamótum á Facebook-síðunni Langlífi. Meira »

17 er fyrir ömmu og afa

14:59 Númerið sem bræðurnir Arnór Þór og Aron Einar Gunnarssynir bera á bakinu með landsliðum Íslands í handbolta og fótbolta, 17, vísar í heimili ömmu þeirra og afa heitinna á Ísafirði en þau bjuggu í Fjarðarstræti 17. Meira »

Loksins snjór

14:22 Jólasnjórinn kom seint þennan veturinn í Reykjavík en í dag snjóaði hressilega á öllu Suðvesturlandinu mörgum til ánægju. Lögreglan biður fólk um að fara varlega í umferðinni enda hálka og krapi víða. Meira »

Kennarar bera kerfið uppi

13:27 Menntamálaráðherra segir stjórnvöld hafi áhyggjur af aukinni depurð ungmenna, ekki síst ungra stúlkna, en heilsa og lífskjör nema voru rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Við verðum að hlúa vel að menntakerfinu og sérstaklega kennurum það eru þeir sem bera það uppi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Meira »

Gekk til liðs við erfiðan andstæðing

12:07 Ingólfur Hannesson er að flytja aftur til Íslands eftir langa búsetu í Sviss, þrátt fyrir að hafa verið ráðinn til starfa hjá alþjóðlega fjölmiðla- og markaðssetningarfyrirtækinu Infront sem er með höfuðstöðvar sínar í landinu. Meira »

Hálka og snjókoma

12:02 Hálka er á Reykjanesbraut og mjög mikil snjókoma er á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla biður fólk um að fara varlega en snjókoma og éljagangur er á öllu Suðvesturlandi. Meira »
Úlpa
Til sölu ónotuð 66º Norður úlpa, Hekla, í stærð L. Fullt verð kr. 39.000, tilboð...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Sjónvarpsskeinkur úr eik
Til sölu vel með farinn sjónvarpsskeinkur úr eik. L:240, D:58, H:53 Verð 20 þús....