Ábyrgð á efnahagshruninu

Frá landsfundi Framsóknarflokksins.
Frá landsfundi Framsóknarflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Samkvæmt skoðanakönnunum telja kjósendur Framsókn bera ábyrgð á efnahagshruninu, a.m.k að einhverju leyti, og svo virðist sem fulltrúar á flokksþinginu hafi líka litið svo á. Þetta segir Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur og bendir á að þess vegna hafi krafan um endurnýjun verið svona rík.

Aðspurður hvort svipuð endurnýjun gæti verið framundan í öðrum flokkum bendir Einar Mar á að ekki stefni í neinn slag á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem verður haldinn aðra helgi. „En það er spurning þegar menn sjá svona róttækar breytingar hjá einum flokki hvort það komi upp krafa innan annarra flokka líka,“ segir Einar Mar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert