Ísraelskur ráðherra afboðar komu sína

Frá fundi ísraelsku ríkisstjórnarinnar.
Frá fundi ísraelsku ríkisstjórnarinnar. Reuters

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra og starfandi utanríkisráðherra, segir á bloggsíðu sinni að stjórnvöld í Ísrael hafi tilkynnt utanríkisráðuneytinu að ekkert verði af komu ísraelska menntamálaráðherrans til Íslands.

„Ráðherrann var einn af sex ráðherrum ísraelsku stjórnarinnar, sem hún gerði út af örkinni til að hafa áhrif á skoðanir ríkisstjórnar sem að mati hennar höfðu „brengluð viðhorf“ til loftárása þeirra á almenning á Gasa svæðinu,“ skrifar Össur.

„Ég tók ákvörðun sem starfandi utanríkisráðherra að frábiðja mér heimsókn ísraelska ráðherrans við þær aðstæður að loftárásir ísraelska hersins gengu yfir Gasa svæðið, þar sem 100 börn hafa dáið á viku. Með því vildi ég undirstrika harða fordæmingu íslenskra stjórnvalda á óverjandi, og ófyrirgefanlegum loftárásum Ísraela á Gasa,“ skrifar Össur ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert