Fjölmenni á Austurvelli

Fólk fór inn fyrir öryggissvæði, sem lögreglan markaði framan við …
Fólk fór inn fyrir öryggissvæði, sem lögreglan markaði framan við þinghúsið. Lögreglan hefur haldið að sér höndum en er við öllu búin. mbl.is/Júlíus

Óttast er að upp úr sjóði á Austurvelli þar sem fjöldi fólks á öllum aldri hefur safnast saman utan við Alþingishúsið. Hefur fólk þegar ruðst inn fyrir öryggisgirðingu, sem lögreglan reisti framan við þinghúsið. Lögreglan er við öllu búin.

Samtökin Raddir fólksins boðuðu til mótmælaaðgerða í tengslum við þingfund sem hefst klukkan 13:30. Þingpallar verða lokaðir almenningi en mótmælendur ætla framleiða hávaða og þannig reyna að vekja þingheim af þyrnirósarsvefni.

Fólk hefur drifið að niður á Austurvöll og gekk hópur fólks fylktu liði frá Háskólanum niður að Alþingi. Mótmælendur blása í lúðra, bílflautur eru þeyttar, kínverjar sprengdir og mótmælendur bera skilti með áletrunum á borð við þjóðníðingar.

Lögregla er með mikinn viðbúnað við þinghúsið og hefur girt af stórt svæði framan við Alþingi.

mbl.is/Júlíus
mbl.is/Júlíus
mbl.is/Júlíus
Lögreglan er við öllu búin.
Lögreglan er við öllu búin. mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina