Flugfélög draga úr framboði

mbl.is/Víkurfréttir

Icelandair og Iceland Express hafa dregið verulega úr framboði á sætum í vetur. Utanferðum Íslendinga hefur fækkað mjög og má nánast segja að aðeins þeir sem eigi brýnt erindi til útlanda, s.s. vegna vinnu, náms eða í heimsóknir til ættingja hafi leyft sér þann munað að kaupa utanlandsferð. Sala á utanlandsferðum er þó sögð vera að lifna við á nýjan leik.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að sætaframboðið sé um 20-25% minna en síðasta vetur. Byrjað hafi verið að draga saman um mitt árið síðan enn frekar í kjölfar hruns bankanna. Hann gerir ráð fyrir að næsta sumar verði 10% minna sætaframboð en í fyrra.

Íslendingar hafa verið um þriðjungur af farþegum Icelandair. Í vetur hefur hlutfall Íslendinganna hins vegar verið töluvert lægra og Guðjón gerir ráð fyrir að svo verði áfram. Á hinn bóginn er hann ágætlega bjartsýnn á fjölda erlendra ferðamanna. Þá séu merki um að markaðurinn innanlands sé að lifna við.

Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, segir að fyrirtækið hafi dregið úr sætaframboði um 30%. Mikil breyting hafi orðið á samsetningu farþega og ætla megi að Íslendingum hafi fækkað um 40%. Ferðir í sumar hafi selst mun minna en í fyrra en Matthías segir að undanfarnar tvær vikur hafi bókunum fjölgað mikið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert