Kindakjötið í sókn í kreppunni

mbl.is/Árni Torfason

Árið 2008 var metár í kjötsölu en alls seldust 25.833 tonn af kjöti sem svarar til 81,5 kg á íbúa og er það að því er fram kemur á vef Bændablaðsins tveimur kg meira á mann en árið áður.

Mest reyndist aukning vera í sölu á kindakjöti. Alls seldust 7.481 tonn af kindakjöti í fyrra og er það 7,8% aukning frá 2007. Er salan sú mesta frá því árið 1993 er sölutölur voru 8.088 tonn. Hefur kindakjötið nú aftur náð þeirri stöðu að vera vinsælasta kjöttegund landsmanna.

Laufey Ólöf Lárusdóttir, varaformaður Landssamtaka sauðfjárbænda, telur kreppuna eiga sinn þátt í þessu enda hafi aukningin í sölu á kindakjöti verið mest í haust.

„Hún varð líka mjög sterk krafan um að kaupa íslenskt og það var óvenjumikið um að fólk tæki slátur og keypti heila og hálfa kindaskrokka,“ segir Laufey.

Sauðfjárbændur geti ekki verið annað en ánægðir með þessa þróun sem gefi vissulega nokkurt tilefni til bjartsýni. „En annars fellur útflutningsskyldan á kindakjöti niður í ár þannig að maður veit svo sem ekki hvernig mál eiga eftir að þróast. Það getur vel farið svo að kindakjöt eigi eftir að hríðfalla í verði.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »