Piparúða beitt við þinghúsið

Mótmælandi, sem fékk piparúða í augun, fær aðhlynningu.
Mótmælandi, sem fékk piparúða í augun, fær aðhlynningu. mbl.is/Júlíus

Lögreglan hefur beitt piparúða á mótmælendur við þinghúsið en mikill fjöldi fólks hefur safnast þar saman. Lögreglan hrópaði: gas, gas, gas, til að vara við því að úðanum yrði beitt.

Mótmælendur hafa umkringt þinghúsið og safnast saman við alla innganga hússins.

Þá hafði fjöldi fólks safnast saman í Alþingisgarðinum og við inngang bakatil sem liggur upp á þingpalla.

Að sögn tíðindamanns mbl.is í þinghúsinu hefur lögregla tekist á við mótmælendur. Einhverjir hafa verið handteknir en tölur eru á reiki, allt frá tveimur upp í tíu.

Lögregla er með mikinn viðbúnað við þinghúsið og tveir sjúkrabílar eru á staðnum. Einhverjir mótmælendur hafa þurft á aðhlynningu að halda.

Óeirðalögregla hefur beitt piparúða gegn mótmælendum við Alþingishúsið.
Óeirðalögregla hefur beitt piparúða gegn mótmælendum við Alþingishúsið. mbl.is/Júlíus
mbl.is