Þjóðin var í Alþingisgarðinum

Helga Vala Helgadóttir blaðamaður segir að fimmtán unglingar hafi legið handjárnaðir í alþingisgarðinum meðal að veruleikafirrtir þingmenn hafi verið inni við að tala um hvort það ætti að selja brennivín í búðum.

Helga Vala sem situr í stjórn Samfylkingarfélags Reykjavíkur sagði að þjóðin hefði talað fyrir utan Alþingishúsið.  Hún segist finna að fólkið í Samfylkingunni vilji ekki þessa ríkisstjórn, það þoli þetta ekki og líti ekki á þetta sem lýðræði. Gunnar Þórðarson tónskáld sagðist vera brjálaður, þessi ríkisstjórn yrði að fara frá. Hávaðinn í Alþingisgarðinum væri sem hljómlist í hans eyrum og rytminn í fólkinu.

Lögreglan úðaði á mótmælendur með piparúða eftir að reynt var að rýma Alþingisgarðinn án árangurs. Ekki virtist vera að neinar alvarlegar skemmdir eða ryskingar hefði orðið undanfari þess að það var gert, heldur reyndi fólkið að þrýsta á lögreglumenn sem stóðu vakt við húsið og berja í rúður hússins. Tveir myndatökumenn Mbl sjónvarps fengu piparúða í augun. Lögreglumaður virðist miða beint í augu annars þeirra, eftir að hann vildi ekki hætta að mynda og yfirgefa garðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert