„Eigum ekki að óttast þjóðina“

Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur Ágústsson. mbl.is/Golli

„Eins og allir vita þá er staðan grafalvarleg. Það skynja allir reiði almennings og vita að hún mun bara magnast þar til við tökum það skref að boða til kosninga, þar til við gefum þjóðinni von og trú um að endurreisnin sé möguleg,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, á opnum fundi Samfylkingarinnar í Þjóðleikhúskjallaranum.

„Við sem sitjum á þingi eigum ekki að óttast eigin þjóð. Kosningar er það sem fólkið vill fá og kosningar er það sem við skulum fá.“

„Ísland gekk í gegnum kerfishrun og ef kerfishrun kallar ekki á kosningar þá veit ég ekki hvað gerir það. Fólk þarf að hafa trú á stjórnmálamönnum til þes að endurreisn sé möguleg. Við þurfum kosningar. Við þurfum að eiga samtal við samstarfsflokkinn um kosningar. Ef það gengur ekki þá horfum við annað. Verkefnin eru ærin og það skiptir máli að uppbggingin sé á forsendum Jafnaðarmanna,“ sagði Ágúst Ólafur.

Sagðist hann vonast til þess að Samfylkingin gæti leitt uppbygginguna sem framundan væri. „Við sem sitjum á þingi eigum ekki að óttast eigin þjóð. Kosningar er það sem fólkið vill fá og kosningar er það sem við skulum fá.“

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson
mbl.is