Glitnir ASA seldur á brot af raunvirði

Reuters

Dótturfélag Glitnis í Noregi, Glitnir Bank ASA, sem var seldur á 300 milljónir norskra króna 21. október, 5,5 milljarða króna, er nú verðmetinn á um tvo milljarða norskra króna, eða um 36,5 milljarða króna. Því hefur bókfært virði bankans aukist um 31 milljarð króna á þremur mánuðum.

Bankinn var á endanum keyptur af 20 sparisjóðum. Sá sem leiddi þær viðræður fyrir hönd kaupendanna heitir Finn Haugan, framkvæmdastjóri Sparebank 1 SMN sem keypti 25 prósenta hlut í bankanum. Hann er einnig stjórnarformaður tryggingasjóðs innstæðueigenda í Noregi sem afturkallaði lánalínu Glitnis og krafðist að bankinn yrði seldur.

Ítarlega er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert