Hætt við uppsagnir hjá Gæslunni

Flugvélar Landhelgisgæslunnar.
Flugvélar Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Kristinn

SFR segir á heimasíðu sinni, að fyrirhugaðar uppsagnir hjá Landhelgisgæslu Íslands hafi verið dregnar til baka. Vísað er í tilkynningu frá stofnuninni þar sem komi fram, að að unnið hafi verið að því í samstarfi við starfsmenn og stéttarfélög að endurskipuleggja störf, breyta starfshlutfalli, leita tímabundinna starfa á sérsviði starfsmanna erlendis og fleira.

Í tilkynningunni segi, að þessar aðgerðir séu farnar að bera nokkurn árangur og verður þeim haldið áfram. Þá verði enn  frekar reynt að finna tímabundin verkefni erlendis fyrir tæki og áhafnir Landhelgisgæslunnar.  Því sé þessi ákvörðun tekin nú.  Áfram verði unnið að endurskoðun og endurskipulagningu á rekstri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert