Rætt um efnahagsmál á morgun

Forustumenn flokkanna sátu á fundi með forseta Alþingis í dag.
Forustumenn flokkanna sátu á fundi með forseta Alþingis í dag. mbl.is/Ómar

Ákveðið var á fundi forustumanna stjórnmálaflokkanna með forseta Alþingis að á morgun verði löng umræða á þinginu um efnahagsástandið. Þingfundur var felldur niður á Alþingi í dag og sagðist Sturla Böðvarsson, forseti þingsins, hafa viljað gefa flokkunum tóm til að búa sig undir umræðuna á morgun. 

Þingfundur hefst klukkan 10:30 og mun Geir H. Haarde, forsætisráðherra, þá flytja Alþingi skýrslu um stöðu efnahagsmála. Verða síðan umræður um skýrsluna.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, sagði eftir fundinn að nú horfði öll þjóðin upp á upplausn ríkisstjórnarinnar. Hann sagðist telja, að mótmælin við þinghúsið ættu stóran þátt í því að þingfundur var felldur niður í dag. 

Sturla Böðvarsson sagði, að kostnaður Alþingis vegna mótmælaaðgerðanna í dag lægi ekki fyrir en hann væri þónokkur.  Verið væri að vinna í lagfæringum en töluverðar skemmdir hefðu verið unnar á þinghúsinu og Alþingisgarðinum.

Hávær mótmæli eru nú fyrir utan Alþingishúsið og ber fólk bumbur og hrópar slagorð gegn ríkisstjórninni eins og í gær. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, nýr formaður Framsóknarflokks, kom á sinn fyrsta …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, nýr formaður Framsóknarflokks, kom á sinn fyrsta fund sem slíkur í Alþingishúsinu í dag. mbl.is/Ómar
Hópur fólks mótmælir nú fyrir utan Alþingishúsið.
Hópur fólks mótmælir nú fyrir utan Alþingishúsið. mbl.is/RAX
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert